Norðmenn líta til dróna og geimferða Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 16:05 Síðustu kafbátaleitarvélinni af gerðinni P-3 Orion var flogið frá flugstöðinni í Andøya síðasta sumar. Nú á að nota flugstöðina fyrir dróna og geimferðir. Norski herinn/Onar Digernes Aase Ríkisstjórn Noregs hefur tilkynnt ætlanir um að hætta eigi við að loka herstöðinni í Andøya, eins og til stóð. Þess í stað á að fara í umfangsmikla fjárfestingu þar og þróa herstöðina sérstaklega fyrir notkun langdrægra dróna í samstarfi við geimferðastöð sem verið er að setja á laggirnar þar. Herstöðin á að vera mikilvægur partur í ætlunum norska hersins í geimnum. Þá á einnig að halda herstöðinni og flugbrautum hennar við fyrir flugmenn bandalagsríkja Noregs, bæði á friðartímum og mögulegum stríðstímum. Í tilkynningu á vef varnarmálaráðuneytis Noregs segir að keyptir verði langdrægir drónar með háþróuðum skynjurum, sem muni gera Norðmönnum kleift að vakta og stjórna hafsvæði þeirra í norðri. Regjeringen har store ambisjoner for Andøya, og foreslår å omgjøre vedtaket om nedleggelse av Andøya , som nå skal utvikles til base for langtrekkende droner, og blir sentral i understøttelsen og utviklingen av Forsvarets romvirksomhet.Les mer:https://t.co/CnM8iz4wiR— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) April 3, 2024 Dróna þessa á að nota með P8 Poseidon flugvélum frá Evenes. Þær flugvélar eru meðal annars notaðir til kafbátaleitar og rafræns eftirlits. Slíkum flugvélum er einnig flogið frá Keflavíkurflugvelli. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Haft er eftir Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra, í tilkynningunni að ríkisstjórn Noregs hafi skýr markmið varðandi það að auka mikilvægi Noregs varðandi eftirlit á Norðurslóðum. Herstöðin á að verða helsta þjálfunarstöðin í Noregi varðandi notkun dróna og er hún sögð mikilvæg Atlantshafsbandalaginu. Norðmenn vonast einnig til þess að geimferðastöð sem verið er að koma á laggirnar í Andøya muni styðja við ætlanir norska hersins og bandamanna þeirra í geimnum. Til stendur að vinna með bandamönnum Noregs að því að því að byggja upp getu til að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá geimferðastöðinni. Noregur NATO Hernaður Geimurinn Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Herstöðin á að vera mikilvægur partur í ætlunum norska hersins í geimnum. Þá á einnig að halda herstöðinni og flugbrautum hennar við fyrir flugmenn bandalagsríkja Noregs, bæði á friðartímum og mögulegum stríðstímum. Í tilkynningu á vef varnarmálaráðuneytis Noregs segir að keyptir verði langdrægir drónar með háþróuðum skynjurum, sem muni gera Norðmönnum kleift að vakta og stjórna hafsvæði þeirra í norðri. Regjeringen har store ambisjoner for Andøya, og foreslår å omgjøre vedtaket om nedleggelse av Andøya , som nå skal utvikles til base for langtrekkende droner, og blir sentral i understøttelsen og utviklingen av Forsvarets romvirksomhet.Les mer:https://t.co/CnM8iz4wiR— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) April 3, 2024 Dróna þessa á að nota með P8 Poseidon flugvélum frá Evenes. Þær flugvélar eru meðal annars notaðir til kafbátaleitar og rafræns eftirlits. Slíkum flugvélum er einnig flogið frá Keflavíkurflugvelli. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Haft er eftir Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra, í tilkynningunni að ríkisstjórn Noregs hafi skýr markmið varðandi það að auka mikilvægi Noregs varðandi eftirlit á Norðurslóðum. Herstöðin á að verða helsta þjálfunarstöðin í Noregi varðandi notkun dróna og er hún sögð mikilvæg Atlantshafsbandalaginu. Norðmenn vonast einnig til þess að geimferðastöð sem verið er að koma á laggirnar í Andøya muni styðja við ætlanir norska hersins og bandamanna þeirra í geimnum. Til stendur að vinna með bandamönnum Noregs að því að því að byggja upp getu til að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá geimferðastöðinni.
Noregur NATO Hernaður Geimurinn Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent