Þröng á þingi í Bayern: „Auðvitað hugsar maður um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 17:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á hóteli landsliðsins fyrir leik við Pólland. vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður væntanlega í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum við Pólland á föstudag og Þýskaland næsta þriðjudag, í undankeppni EM í fótbolta. Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00