Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem hefur undir höndum bréf lögreglustjórans til héraðssaksóknara. Þar segir meðal annars að sakarefni málsins kunni að varða við ákvæði almennra hegningarlaga um bann gegn mútum til erlendra opinberra starfsmanna.
Brotið varði allt að þriggja ára fangelsi.
„Söfnunin er klárt brot á lögum um opinberar fjársafnanir. Til að mynda er ekki unnt að halda nákvæmt reikningshald yfir söfnunarfé og öll útgjöld fyrir fjársöfnunina. Né heldur að endurskoða reikningshaldið af löggiltum endurskoðanda eða þeim er sýslumaður kann að útnefna til slíks, svo hið augljósa sé nefnt,“ segir í kærunni að sögn Morgunblaðsins.
Þá virðist aðgerðir kærðu stangast á við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Óskað sé eftir því að meðferð málsins verði hraðað þar sem söfnunin standi yfir og þar með hin meintu brot.
Kæran er dagsett 4. mars síðastliðinn.