Hækkuðu bindiskyldu lánastofnana á aukafundi Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2024 08:50 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Vísir/Arnar Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka fasta bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum í þrjú prósent af bindigrunni. Breytingin tekur gildi við byrjun næsta bindiskyldutímabils, 21. apríl næstkomandi. Þetta var ákveðið á aukafundi peningastefnunefndar á þriðjudaginn. Yfirlýsing nefndarinnar var birt í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ein grunnforsenda þess að unnt sé að reka sjálfstæða og trúverðuga peningastefnu sé að Seðlabanki Íslands búi yfir öflugum gjaldeyrisforða. Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra. Er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. „Hlutverk forðans er að draga úr áhrifum sveiflna í greiðslujöfnuði með hliðsjón af stefnu bankans í peninga- og gengismálum. Þá dregur öflugur gjaldeyrisforði úr líkum á því að fjármagnshreyfingar til og frá landinu raski fjármálastöðugleika. Hann er auk þess öryggissjóður sem hægt er að grípa til þegar stór og óvænt áföll eiga sér stað sem raska gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Slíkri tryggingu fylgir hins vegar kostnaður sem eykst eftir því sem vaxtamunur gagnvart útlöndum er meiri. Þessi kostnaður er að mestu leyti borinn af Seðlabankanum en aðrir innlendir haghafar njóta ábatans í formi hagstæðari vaxtakjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ákvörðunin um hækkun bindiskyldunnar er hluti af heildarendurskoðun Seðlabankans á vaxtakjörum sem helstu mótaðilar njóta í bankanum og hefur það að markmiði að dreifa betur kostnaði sem fylgir því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Hækkun bindiskyldu getur haft áhrif á aðhaldsstig peningastefnunnar en í ljósi rúmrar lausafjárstöðu innlánsstofnana hjá Seðlabankanum ættu skammtímaáhrif breytingarinnar að vera takmörkuð. Til lengri tíma mun hún hins vegar skjóta traustari fótum undir rekstur peningastefnunnar og þannig auka trúverðugleika Seðlabankans og stuðla að bættri skilvirkni peningastefnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Margþætt hlutverk Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra og er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. Á vef Seðlabankans segir að hlutverk bindiskyldu sé margþætt en megi flokka í þrennt. Bindiskylda getur gegnt hlutverki í lausafjárstýringu og stuðlað að skilvirkari miðlun peningastefnunnar, hún getur verið varúðartæki sem tryggir að bankar eigi visst hlutfall tryggra lausafjáreigna og henni getur verið beitt í peningastefnulegum tilgangi. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þetta var ákveðið á aukafundi peningastefnunefndar á þriðjudaginn. Yfirlýsing nefndarinnar var birt í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ein grunnforsenda þess að unnt sé að reka sjálfstæða og trúverðuga peningastefnu sé að Seðlabanki Íslands búi yfir öflugum gjaldeyrisforða. Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra. Er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. „Hlutverk forðans er að draga úr áhrifum sveiflna í greiðslujöfnuði með hliðsjón af stefnu bankans í peninga- og gengismálum. Þá dregur öflugur gjaldeyrisforði úr líkum á því að fjármagnshreyfingar til og frá landinu raski fjármálastöðugleika. Hann er auk þess öryggissjóður sem hægt er að grípa til þegar stór og óvænt áföll eiga sér stað sem raska gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Slíkri tryggingu fylgir hins vegar kostnaður sem eykst eftir því sem vaxtamunur gagnvart útlöndum er meiri. Þessi kostnaður er að mestu leyti borinn af Seðlabankanum en aðrir innlendir haghafar njóta ábatans í formi hagstæðari vaxtakjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ákvörðunin um hækkun bindiskyldunnar er hluti af heildarendurskoðun Seðlabankans á vaxtakjörum sem helstu mótaðilar njóta í bankanum og hefur það að markmiði að dreifa betur kostnaði sem fylgir því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Hækkun bindiskyldu getur haft áhrif á aðhaldsstig peningastefnunnar en í ljósi rúmrar lausafjárstöðu innlánsstofnana hjá Seðlabankanum ættu skammtímaáhrif breytingarinnar að vera takmörkuð. Til lengri tíma mun hún hins vegar skjóta traustari fótum undir rekstur peningastefnunnar og þannig auka trúverðugleika Seðlabankans og stuðla að bættri skilvirkni peningastefnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Margþætt hlutverk Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra og er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. Á vef Seðlabankans segir að hlutverk bindiskyldu sé margþætt en megi flokka í þrennt. Bindiskylda getur gegnt hlutverki í lausafjárstýringu og stuðlað að skilvirkari miðlun peningastefnunnar, hún getur verið varúðartæki sem tryggir að bankar eigi visst hlutfall tryggra lausafjáreigna og henni getur verið beitt í peningastefnulegum tilgangi.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira