Hækkuðu bindiskyldu lánastofnana á aukafundi Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2024 08:50 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Vísir/Arnar Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka fasta bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum í þrjú prósent af bindigrunni. Breytingin tekur gildi við byrjun næsta bindiskyldutímabils, 21. apríl næstkomandi. Þetta var ákveðið á aukafundi peningastefnunefndar á þriðjudaginn. Yfirlýsing nefndarinnar var birt í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ein grunnforsenda þess að unnt sé að reka sjálfstæða og trúverðuga peningastefnu sé að Seðlabanki Íslands búi yfir öflugum gjaldeyrisforða. Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra. Er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. „Hlutverk forðans er að draga úr áhrifum sveiflna í greiðslujöfnuði með hliðsjón af stefnu bankans í peninga- og gengismálum. Þá dregur öflugur gjaldeyrisforði úr líkum á því að fjármagnshreyfingar til og frá landinu raski fjármálastöðugleika. Hann er auk þess öryggissjóður sem hægt er að grípa til þegar stór og óvænt áföll eiga sér stað sem raska gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Slíkri tryggingu fylgir hins vegar kostnaður sem eykst eftir því sem vaxtamunur gagnvart útlöndum er meiri. Þessi kostnaður er að mestu leyti borinn af Seðlabankanum en aðrir innlendir haghafar njóta ábatans í formi hagstæðari vaxtakjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ákvörðunin um hækkun bindiskyldunnar er hluti af heildarendurskoðun Seðlabankans á vaxtakjörum sem helstu mótaðilar njóta í bankanum og hefur það að markmiði að dreifa betur kostnaði sem fylgir því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Hækkun bindiskyldu getur haft áhrif á aðhaldsstig peningastefnunnar en í ljósi rúmrar lausafjárstöðu innlánsstofnana hjá Seðlabankanum ættu skammtímaáhrif breytingarinnar að vera takmörkuð. Til lengri tíma mun hún hins vegar skjóta traustari fótum undir rekstur peningastefnunnar og þannig auka trúverðugleika Seðlabankans og stuðla að bættri skilvirkni peningastefnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Margþætt hlutverk Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra og er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. Á vef Seðlabankans segir að hlutverk bindiskyldu sé margþætt en megi flokka í þrennt. Bindiskylda getur gegnt hlutverki í lausafjárstýringu og stuðlað að skilvirkari miðlun peningastefnunnar, hún getur verið varúðartæki sem tryggir að bankar eigi visst hlutfall tryggra lausafjáreigna og henni getur verið beitt í peningastefnulegum tilgangi. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þetta var ákveðið á aukafundi peningastefnunefndar á þriðjudaginn. Yfirlýsing nefndarinnar var birt í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ein grunnforsenda þess að unnt sé að reka sjálfstæða og trúverðuga peningastefnu sé að Seðlabanki Íslands búi yfir öflugum gjaldeyrisforða. Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra. Er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. „Hlutverk forðans er að draga úr áhrifum sveiflna í greiðslujöfnuði með hliðsjón af stefnu bankans í peninga- og gengismálum. Þá dregur öflugur gjaldeyrisforði úr líkum á því að fjármagnshreyfingar til og frá landinu raski fjármálastöðugleika. Hann er auk þess öryggissjóður sem hægt er að grípa til þegar stór og óvænt áföll eiga sér stað sem raska gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Slíkri tryggingu fylgir hins vegar kostnaður sem eykst eftir því sem vaxtamunur gagnvart útlöndum er meiri. Þessi kostnaður er að mestu leyti borinn af Seðlabankanum en aðrir innlendir haghafar njóta ábatans í formi hagstæðari vaxtakjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ákvörðunin um hækkun bindiskyldunnar er hluti af heildarendurskoðun Seðlabankans á vaxtakjörum sem helstu mótaðilar njóta í bankanum og hefur það að markmiði að dreifa betur kostnaði sem fylgir því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Hækkun bindiskyldu getur haft áhrif á aðhaldsstig peningastefnunnar en í ljósi rúmrar lausafjárstöðu innlánsstofnana hjá Seðlabankanum ættu skammtímaáhrif breytingarinnar að vera takmörkuð. Til lengri tíma mun hún hins vegar skjóta traustari fótum undir rekstur peningastefnunnar og þannig auka trúverðugleika Seðlabankans og stuðla að bættri skilvirkni peningastefnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Margþætt hlutverk Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra og er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. Á vef Seðlabankans segir að hlutverk bindiskyldu sé margþætt en megi flokka í þrennt. Bindiskylda getur gegnt hlutverki í lausafjárstýringu og stuðlað að skilvirkari miðlun peningastefnunnar, hún getur verið varúðartæki sem tryggir að bankar eigi visst hlutfall tryggra lausafjáreigna og henni getur verið beitt í peningastefnulegum tilgangi.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira