Leið til heillandi kirkju – Guðrúnu sem biskup Toshiki Toma skrifar 6. apríl 2024 07:30 Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar