Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 15:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00