Sviplegt fráfall eiginkonunnar breytti öllu Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 23:30 Rio Ferdinand á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður. En sama ár og skórnir fóru upp á hillu varð hann fyrir áfalli er eiginkona hans lét lífið. Vísir/Getty Sviplegt andlát eiginkonu fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmannsins í knattspyrnu, Rio Ferdinand, varð til þess að hann þurfti að íhuga framtíð sína upp á nýtt. Hliðra draumi sínum til þess að vera til staðar, alltaf, fyrir börn þeirra hjóna. Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan: Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan:
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira