Uppselt í dag þó leikið sé snemma: „Ekki leiktíminn sem ég myndi velja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 12:01 Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið á Kópavogsvelli, þar sem Ísland mætir Póllandi í dag. vísir/Hulda Margrét „Þetta er ekki leiktíminn sem ég myndi velja mér,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Póllandi á Kópavogsvelli í dag, í fyrsta leik í undankeppni EM. Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira