Veður

Gul við­vörun á suð­austur­landi um helgina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Viðvörunin tekur gildi á hádegi á morgun.
Viðvörunin tekur gildi á hádegi á morgun. Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir suðausturland vega norðaustanstorms. Viðvörunin tekur gildi á hádegi á morgun og gildir til klukkan sex síðdegis á sunnudag.

Varað er við norðaustan 15-23 m/s með vindhviðum allt að 35 m/s. Samkvæmt færslu á vef Veðurstofu Íslands verður hvassast í Öræfum. Þá verður varasamt ferðaveður, einkum fyrir þá sem aka ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 

Hvergi annars staðar á landinu eru veðurviðvaranir í gildi um helgina en norðvestan hvassviðri eða stormi er þó spáð. Þá er von á éljagangi á norðan- og austanverðu landinu á laugardag og bætir þar í ofankonu á sunnudag. Suðvestantil verður bjart veður og hlýnar á sunnudag. 


Tengdar fréttir

Kólnar aftur í kvöld og spáð stormi um helgina

Lægðin sem nú er að finna vestur af landinu og bar með sér snjókomubakka yfir vestanvert landið, hreyfist hægt og bítandi til vesturs og léttir í kjölfarið smám saman til. Í öðrum landshlutum er bjart með köflum en stöku él eru á víð og dreif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×