Ein besta vinkonan í landsliðinu orðin liðsfélagi hennar í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2024 15:00 Hlín Eiríksdóttir er ánægð með undirbúningstímabilið og líka nýja íslenska liðsfélagann. Vísir/Sigurjón Landsliðsframherjinn Hlín Eiríksdóttir hefur verið í miklu stuði á undirbúningstímabilinu með Kristianstad í Svíþjóð en í dag verður hún í eldlínunni með íslenska landsliðinu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2025. Valur Páll Eiríksson hitti Hlín í aðdraganda leiksins á móti Póllandi en hann fer fram á Kópavogsvellinum í dag. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir nýtt tímabil? „Það gengur bara vel og mér finnst við vera á góðum stað. Það voru vonbrigðarúrslit í bikarkeppninni í Svíþjóð sem er eiginlega spiluð á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi samt verið mikilvægt fyrir okkur upp á lærdóm. ,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Ég held að við séum í góðu flæði sem lið.,“ sagði Hlín og hún er ánægð með að fá Guðnýju Árnadóttir sem nýjan liðsfélaga í Kristianstad. „Það er bara geggjað og alveg frábært. Í fyrsta lagi er hún ein af bestu vinkonunum mínum í landsliðinu og þetta er því ótrúlega gaman fyrir mig. Svo er hún leikmaður sem passar vel inn í okkar leikskipulag. Ég held að hún eigi eftir að nýtast okkur ótrúlega vel enda er hún búin að standa sig vel fyrstu vikurnar,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að skora mikið af mörum á undirbúningstímabilinu. Kemur hún ekki bara í fínu standi inn í þetta landsliðsverkefni? „Jú algjörlega. Mér finnst ég vera búin að eiga gott undirbúningstímabil og búin að vera í flæði allt undirbúningstímabilið. Ég er með hörkusjálfstraust og vonandi get ég tekið það með mér hingað,“ sagði Hlín. Hvernig leik er hægt að búast við á móti Póllandi? „Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur. Núna þegar við erum að spila í þessari A-deild þá eru allir leikir mjög erfiðir. Ég vonast til þess að við getum sýnt góða frammistöðu og ég held að við getum sannarlega unnið þær á góðum degi,“ sagði Hlín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hlín: Ég er með hörkusjálfstraust Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Hlín í aðdraganda leiksins á móti Póllandi en hann fer fram á Kópavogsvellinum í dag. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir nýtt tímabil? „Það gengur bara vel og mér finnst við vera á góðum stað. Það voru vonbrigðarúrslit í bikarkeppninni í Svíþjóð sem er eiginlega spiluð á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi samt verið mikilvægt fyrir okkur upp á lærdóm. ,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Ég held að við séum í góðu flæði sem lið.,“ sagði Hlín og hún er ánægð með að fá Guðnýju Árnadóttir sem nýjan liðsfélaga í Kristianstad. „Það er bara geggjað og alveg frábært. Í fyrsta lagi er hún ein af bestu vinkonunum mínum í landsliðinu og þetta er því ótrúlega gaman fyrir mig. Svo er hún leikmaður sem passar vel inn í okkar leikskipulag. Ég held að hún eigi eftir að nýtast okkur ótrúlega vel enda er hún búin að standa sig vel fyrstu vikurnar,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að skora mikið af mörum á undirbúningstímabilinu. Kemur hún ekki bara í fínu standi inn í þetta landsliðsverkefni? „Jú algjörlega. Mér finnst ég vera búin að eiga gott undirbúningstímabil og búin að vera í flæði allt undirbúningstímabilið. Ég er með hörkusjálfstraust og vonandi get ég tekið það með mér hingað,“ sagði Hlín. Hvernig leik er hægt að búast við á móti Póllandi? „Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur. Núna þegar við erum að spila í þessari A-deild þá eru allir leikir mjög erfiðir. Ég vonast til þess að við getum sýnt góða frammistöðu og ég held að við getum sannarlega unnið þær á góðum degi,“ sagði Hlín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hlín: Ég er með hörkusjálfstraust
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira