Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 16:21 Alena Agafonova í dómsal í Volgograd í morgun. Dómstólar Volgogradhéraðs Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. Stytta þessi er í Volgograd og er til minnis orrustunnar um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Konan var sökuð um að móðga baráttu sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Á myndbandinu þóttist hún kitla eða strjúka brjóst styttunnar með fingrinum. Sjá einnig: Einstök fegurð minningargarðsins í Volgograd Konan, sem heitir Alena Agafonova, flúði Rússland en sneri aftur í febrúar. Nú hefur hún verið fundin sek á grunni laga sem snúast um að flytja út boðskap nasista á internetinu og dæmd til þess að verja tíu mánuðum í þrælkunarvinnu og meinað að birta færslur á netinu í tvö ár, samkvæmt frétt Meduza. Agafona hefur beðist afsökunar og segist ekki hafa viljað móðga neinn. Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Sjá einnig: Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Fjöldi fólks hefur verið dæmdur í fangelsi og þá meðal annars á grunni nýrra laga sem banna fólki að móðga rússneska herinn. Forsvarsmönnum mannréttindasamtaka hefur verið gert að hætta starfsemi og frjálsum fjölmiðlum lokað. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Stytta þessi er í Volgograd og er til minnis orrustunnar um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Konan var sökuð um að móðga baráttu sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Á myndbandinu þóttist hún kitla eða strjúka brjóst styttunnar með fingrinum. Sjá einnig: Einstök fegurð minningargarðsins í Volgograd Konan, sem heitir Alena Agafonova, flúði Rússland en sneri aftur í febrúar. Nú hefur hún verið fundin sek á grunni laga sem snúast um að flytja út boðskap nasista á internetinu og dæmd til þess að verja tíu mánuðum í þrælkunarvinnu og meinað að birta færslur á netinu í tvö ár, samkvæmt frétt Meduza. Agafona hefur beðist afsökunar og segist ekki hafa viljað móðga neinn. Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Sjá einnig: Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Fjöldi fólks hefur verið dæmdur í fangelsi og þá meðal annars á grunni nýrra laga sem banna fólki að móðga rússneska herinn. Forsvarsmönnum mannréttindasamtaka hefur verið gert að hætta starfsemi og frjálsum fjölmiðlum lokað.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11
Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01