Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Íþróttadeild Vísis skrifar 5. apríl 2024 18:56 Sveindís Jane sannaði enn og aftur mikilvægi sitt. Ógnaði í sífellu og mark hennar var ekki af verri endanum. vísir / hulda margrét Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. Fyrri mörkin tvö komu með stuttu millibilli undir lok fyrri hálfleiks. Malgorzata Mesjasz setti boltann óvart í eigið net eftir skalla Bryndísar Örnu og Diljá Ýr tvöfaldaði svo forystuna aðeins mínútu síðar með góðum skalla. Sveindís Jane skoraði svo glæsilegt mark á 66. mínútu og var valin maður leiksins. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [8] Virkilega örugg frammistaða í öðrum landsleik hennar. Stóð sig vel og var örugg í uppspilinu með boltann í löppunum. Átti nokkrar mjög góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [5] Er ekki bakvörður að upplagi og ber þess augljós merki. Örugg varnarlega en ekki eins seig að koma boltanum í spil og sækja upp kantinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Örugg að vana í öftustu línu. Glímdi vel við Ewu Pajor, þeirra hættulegasta leikmann. Pólland gaf marga háa bolta inn fyrir en tókst ekki að setja íslenska hafsentaparið í nein teljandi vandræði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Líkt og Glódís stóð hún sína plikt af fagmennsku og öryggi. Ekkert sérstakt út á þeirra leik að setja. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Kom óvænt inn í liðið á lokastundu en sannaði mikilvægi sitt í leiknum. Eini náttúrulegi vinstri bakvörður liðsins og spilar stórt hlutverk þegar Ísland sækir fram völlinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Var öflug á miðjunni og mikið í boltanum. Orðin lykilmaður í þessu liði og ætti að eiga öruggt sæti. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Lenti í örlitlum vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik. Sædís leitaði mikið upp völlinn og Alexandra gleymdi stundum að bakka niður fyrir hana. Bætti samt úr því í seinni hálfleik og á hrós skilið fyrir það. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Kveinkaði sér aðeins í leiknum og virtist ekki alltaf vera að keyra á fullum krafti. Sýndi samt snilldartakta inn á milli og lagði upp mark. Diljá Ýr Zomers, hægri kantmaður [8] Frábær leikur hjá henni. Gríðarleg vinnsla í allar áttir og ógnaði á ýmsan hátt. Uppskar gott mark. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður [9] - maður leiksins Lang hættulegasti og kraftmesti leikmaður liðsins. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Skoraði glæsilegt mark með vinstri fæti og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hún haldist heil í gegnum undankeppnina. Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji [8] Fín frammistaða hjá henni. Mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland og stóð sig vel alltaf vel með mann í bakinu. Átti skallann sem leiddi til fyrsta marksins. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir [8] Kom inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur á 67. mínútu. Fín innkoma í efstu línu, átti tvær fyrirgjafir sem enduðu næstum því með marki hjá Sveindísi en í bæði skipti rétt missti hún af boltanum. Selma Sól Magnúsdóttir [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Karólínu Leu. Komst lítið í boltann enda leikurinn svo gott sem búinn þegar hún kom inn. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja samt. Sandra María Jessen [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Diljá Ýr Zomers. Fínt að fá ferskar lappir inn á þeim tímapunkti, Diljá var búin að skila góðum hlaupatölum og Sandra stóð sig vel. Amanda Jacobsen Andradóttir Kom inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Guðný Árnadóttir Kom inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Fyrri mörkin tvö komu með stuttu millibilli undir lok fyrri hálfleiks. Malgorzata Mesjasz setti boltann óvart í eigið net eftir skalla Bryndísar Örnu og Diljá Ýr tvöfaldaði svo forystuna aðeins mínútu síðar með góðum skalla. Sveindís Jane skoraði svo glæsilegt mark á 66. mínútu og var valin maður leiksins. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [8] Virkilega örugg frammistaða í öðrum landsleik hennar. Stóð sig vel og var örugg í uppspilinu með boltann í löppunum. Átti nokkrar mjög góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [5] Er ekki bakvörður að upplagi og ber þess augljós merki. Örugg varnarlega en ekki eins seig að koma boltanum í spil og sækja upp kantinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Örugg að vana í öftustu línu. Glímdi vel við Ewu Pajor, þeirra hættulegasta leikmann. Pólland gaf marga háa bolta inn fyrir en tókst ekki að setja íslenska hafsentaparið í nein teljandi vandræði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Líkt og Glódís stóð hún sína plikt af fagmennsku og öryggi. Ekkert sérstakt út á þeirra leik að setja. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Kom óvænt inn í liðið á lokastundu en sannaði mikilvægi sitt í leiknum. Eini náttúrulegi vinstri bakvörður liðsins og spilar stórt hlutverk þegar Ísland sækir fram völlinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Var öflug á miðjunni og mikið í boltanum. Orðin lykilmaður í þessu liði og ætti að eiga öruggt sæti. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Lenti í örlitlum vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik. Sædís leitaði mikið upp völlinn og Alexandra gleymdi stundum að bakka niður fyrir hana. Bætti samt úr því í seinni hálfleik og á hrós skilið fyrir það. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Kveinkaði sér aðeins í leiknum og virtist ekki alltaf vera að keyra á fullum krafti. Sýndi samt snilldartakta inn á milli og lagði upp mark. Diljá Ýr Zomers, hægri kantmaður [8] Frábær leikur hjá henni. Gríðarleg vinnsla í allar áttir og ógnaði á ýmsan hátt. Uppskar gott mark. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður [9] - maður leiksins Lang hættulegasti og kraftmesti leikmaður liðsins. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Skoraði glæsilegt mark með vinstri fæti og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hún haldist heil í gegnum undankeppnina. Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji [8] Fín frammistaða hjá henni. Mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland og stóð sig vel alltaf vel með mann í bakinu. Átti skallann sem leiddi til fyrsta marksins. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir [8] Kom inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur á 67. mínútu. Fín innkoma í efstu línu, átti tvær fyrirgjafir sem enduðu næstum því með marki hjá Sveindísi en í bæði skipti rétt missti hún af boltanum. Selma Sól Magnúsdóttir [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Karólínu Leu. Komst lítið í boltann enda leikurinn svo gott sem búinn þegar hún kom inn. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja samt. Sandra María Jessen [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Diljá Ýr Zomers. Fínt að fá ferskar lappir inn á þeim tímapunkti, Diljá var búin að skila góðum hlaupatölum og Sandra stóð sig vel. Amanda Jacobsen Andradóttir Kom inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Guðný Árnadóttir Kom inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira