Þær þýsku sluppu með skrekkinn í kvöld: Mæta Íslandi næst Aron Guðmundsson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Úr leik Austurríkis og Þýskalands í kvöld Vísir/Getty Þýskaland slapp heldur betur með skrekkinn gegn nágrönnum sínum í Austurríki í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin eru með Íslandi í riðli og er óhætt að segja að Þjóðverjarnir hafi lent í kröppum dansi í kvöld en höfðu þó á endanum 3-2 sigur. Þýskaland og Ísland mætast svo á þriðjudaginn kemur í uppgjöri efstu liða riðilsins. Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn. EM í Sviss 2025 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn.
EM í Sviss 2025 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira