Það er stemmning á Herrakvöldi Breiðabliks í Smáranum núna.
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) April 5, 2024
Ísak Snær í beinni staðfestir að hann er að koma heim í Breiðablik í sumar á láni frá Rosenborg
Þvílíkar fréttir, þvílíkur föstudagur pic.twitter.com/eSKp8RWNtl
Ísak á að baki 51 leik í efstu deild hér á landi og hefur hann skorað sautján mörk í þeim leikjum. Hann lék síðast hér á landi með Breiðabliki tímabilið 2022 og varð þá Íslandsmeistari með Blikum, auk þess sem hann var valinn leikmaður mótsins, og var í kjölfarið keyptur út til Rosenborgar.
Þessi 22 ára gamli sóknarmaður hefur leikið 21 leik fyrir Rosenborg og skorað sjö mörk í þeim leikjum, lagt upp eitt.
Ljóst er að um er að ræða virkilega góða viðbót í leikmannahóp Breiðablik fyrir komandi tímabil en Besta deildin rúllar af stað á morgun.
Fréttin verður uppfærð