„Þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:04 Viðar Örn er kominn í gult. Mynd/KA Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við KA á dögunum og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn HK á heimavelli. Viðar kom inn á sem varamaður á 75. mínutu og var fljótur að búa til hættulega stöðu fyrir liðsfélaga sína. Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan. Besta deild karla KA HK Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan.
Besta deild karla KA HK Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann