„Þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:04 Viðar Örn er kominn í gult. Mynd/KA Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við KA á dögunum og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn HK á heimavelli. Viðar kom inn á sem varamaður á 75. mínutu og var fljótur að búa til hættulega stöðu fyrir liðsfélaga sína. Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan. Besta deild karla KA HK Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan.
Besta deild karla KA HK Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira