„Þetta var ruglaður fótboltaleikur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 23:34 Gregg Ryder fer yfir málin. Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok eftir 3-4 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“ Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“
Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira