Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 09:13 Elon Musk lýsir sjálfum sér sem hörðum tjáningarfrelsissinna og neitar að loka á notendur sem eru sakaðir um að dreifa lygum í Brasilíu. Engu að síður tók Twitter þátt í að loka á blaðamenn og andófsfólk í Tyrklandi rétt fyrir kosningar þar í fyrra. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll. Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum. Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum.
Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira