Ráðuneytið greitt Juris hundruð milljóna vegna þjóðlendumála Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2024 11:14 Júris lögmannastofa hefur verið í góðu samstarfi við fjármálaráðuneytið á undanförnum árum með verkefni sem snýr að þjóðlendumálum en hér má sjá Sigurbjörn einn eiganda stofunnar og Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Á undanförnum tíu árum hefur fjármálaráðuneytið greitt lögmannastofunni Juris slf. 354 milljónir króna vegna þjóðlendismála auk greiðslna vegna lögfræðiaðstoðar. Meðal þekktra eigenda Juris eru Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvarkurs og einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins, Andri Árnason sem varði Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. Einkum hafa þessi útlát verið í tíð Bjarna Benediktssonar sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2013-2023 með stuttu hléi sem forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í október og situr nú sem utanríkisráðherra. Útlát ráðuneytisins vegna þjóðlendumála Ráðuneytið hefur á síðustu árum keypt sérfræðiþjónustu af Juris slf. vegna þjóðlendumála. Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafa gilt frá árinu 1998 og hefur á þeim tíma verið unnið að því að leysa endanlega úr óvissu um eignarhald á hálendissvæðum, en lögin voru sett í þeim tilgangi. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að í lögum sé mælt fyrir um að óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, hafi meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Þetta þekkjum við úr fréttum nýverið en krafa var gerð á eyjar þær sem mynda Vestmannaeyjar við mikla furðu og óánægju heimamanna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra hefur gert tilraun til að bera klæði á vopnin. Reglulegar greiðslur til Júrúis Svo enn sé vitnað í svör sem bárust segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með það hlutverk að leggja fram kröfulýsingu ríkisins fyrir hvert þjóðlendusvæði. „Þessari þjónustu hefur verið útvistað og er í gildi samningur ráðuneytisins við Juris.“ Frá árinu 2014 voru greiðslur ráðuneytisins til Juris vegna þjóðlendumála eftirfarandi samtals 354 milljónir króna. Tekið er fram að í svörunum að þar sem talað er um 2024 þá er um að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslur til Júrís vegna þjóðlendumála: 2014: 35.024.356 krónur 2015: 31:142.997 krónur 2016: 34.922.632 krónur 2017: 27.929.647 krónur 2018: 31.894.252 krónur 2019: 28.926.050 krónur 2020: 28.036.603 krónur 2021: 28.134.763 krónur 2022: 53.766.020 krónur 2024: 34.361.416 krónur Auk þessa hefur ráðuneytið átt í viðskiptum við Juris vegna ýmissar sérfræðiþjónustu sem ekki snýr að þjóðlendumálum. Greiðslur ráðuneytisins vegna lögfræðilegrar ráðgjafar frá árinu 2014 voru eftirfarandi: Greiðslur vegna lögfræðiráðgjafar: 2014: 14.501.871 krónur 2015: 1.001.228 krónur 2016: 687.188 krónur 2017: 879.833 krónur 2018: 185.950 krónur 2019: 47.500 krónur 2022: 5.884.004 krónur 2024: 2.974.271 krónur Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Rekstur hins opinbera Lögmennska Tengdar fréttir Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Einkum hafa þessi útlát verið í tíð Bjarna Benediktssonar sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2013-2023 með stuttu hléi sem forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í október og situr nú sem utanríkisráðherra. Útlát ráðuneytisins vegna þjóðlendumála Ráðuneytið hefur á síðustu árum keypt sérfræðiþjónustu af Juris slf. vegna þjóðlendumála. Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafa gilt frá árinu 1998 og hefur á þeim tíma verið unnið að því að leysa endanlega úr óvissu um eignarhald á hálendissvæðum, en lögin voru sett í þeim tilgangi. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að í lögum sé mælt fyrir um að óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, hafi meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Þetta þekkjum við úr fréttum nýverið en krafa var gerð á eyjar þær sem mynda Vestmannaeyjar við mikla furðu og óánægju heimamanna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra hefur gert tilraun til að bera klæði á vopnin. Reglulegar greiðslur til Júrúis Svo enn sé vitnað í svör sem bárust segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með það hlutverk að leggja fram kröfulýsingu ríkisins fyrir hvert þjóðlendusvæði. „Þessari þjónustu hefur verið útvistað og er í gildi samningur ráðuneytisins við Juris.“ Frá árinu 2014 voru greiðslur ráðuneytisins til Juris vegna þjóðlendumála eftirfarandi samtals 354 milljónir króna. Tekið er fram að í svörunum að þar sem talað er um 2024 þá er um að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslur til Júrís vegna þjóðlendumála: 2014: 35.024.356 krónur 2015: 31:142.997 krónur 2016: 34.922.632 krónur 2017: 27.929.647 krónur 2018: 31.894.252 krónur 2019: 28.926.050 krónur 2020: 28.036.603 krónur 2021: 28.134.763 krónur 2022: 53.766.020 krónur 2024: 34.361.416 krónur Auk þessa hefur ráðuneytið átt í viðskiptum við Juris vegna ýmissar sérfræðiþjónustu sem ekki snýr að þjóðlendumálum. Greiðslur ráðuneytisins vegna lögfræðilegrar ráðgjafar frá árinu 2014 voru eftirfarandi: Greiðslur vegna lögfræðiráðgjafar: 2014: 14.501.871 krónur 2015: 1.001.228 krónur 2016: 687.188 krónur 2017: 879.833 krónur 2018: 185.950 krónur 2019: 47.500 krónur 2022: 5.884.004 krónur 2024: 2.974.271 krónur
Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Rekstur hins opinbera Lögmennska Tengdar fréttir Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33