Gullregnið í Osló er besti árangur Íslands frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:01 Norðurlandameistarar kvenna í liðakeppni 2024 koma frá Íslandi. Frá vinstri: Margrét Lea Kristinsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Freyja Hannesdóttir. FSÍ Íslenska landsliðsfólkið í fimleikum skrifaði nýjan kafla í fimleikasögu landsins á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í Osló um helgina. Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki. Fimleikar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Sjá meira
Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki.
Fimleikar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Sjá meira