Fullur tilhlökkunar fyrir nýjum kafla Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. apríl 2024 11:32 Floni á sviðinu á laugardaginn. Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson „Það er ótrúlega gaman að vera búinn að gefa þetta út. Næsti síngúll er væntanlegur í apríl og svo erum við að vinna hörðum höndum að plötunni Floni 3,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni. Hann var að gefa út tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt Engill og vinnur sömuleiðis að nýrri plötu. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Floni - Engill Floni skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar að hann gaf út sitt fyrsta lag Tala saman. Floni var mjög virkur í tónlistarlífinu og sendi frá sér fjölda smella en lítið hefur heyrst frá kappanum síðan 2021. Nýtt tímabil „Í febrúar síðastliðnum tilkynnti Floni að hann hefði skrifað undir nýjan samning við útgáfurisann Sony Music og gaf hann einnig út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu sinni Flona 3. Smáskífan ber heitið Engill og hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu. Í gær gaf Floni svo út tónlistarmyndband við lagið í leikstjórn Einars Egilssonar,“ segir í fréttatilkynningu. View this post on Instagram A post shared by (@fridrikroberts) Í samtali við listamanninn segir hann að myndbandið hafi verið unnið í Covid og þá við allt annað lag. Hann og leikstjórinn ákváðu svo að myndbandið hentaði laginu Engill mun betur. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli og forréttindi að fá að vinna með Einari að þessu myndbandi. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að skapa sjónrænan heim í kringum tónlistina mína og finnst mér þetta myndband ná vel utan um orkuna í laginu,“ segir Floni. View this post on Instagram A post shared by (@fridrikroberts) Næsti kafli tekur við Myndbandið er framleitt af framleiðslufyrirtækinu Empathy & Indy af þeim Einar Egilssyni og Atla Óskari Fjalarssyni. Aðspurður segir Floni að nóg sé í vændum og að aðdáendur hans munu ekki þurfa að bíða lengi eftir frekari fregnum. „Núna vorum við að loka þessum fyrsta kafla og næsti kafli tekur við. Nýr síngúll er væntanlegur í apríl. Það er mikil stemning og það er alltaf gaman að gefa út. Sérstaklega eftir Covid lægðina, það er gaman að allt sé að fara á fullt. Ég finn svo sterkt fyrir því hvað mér finnst skemmtilegt að gefa út músík og ég vona að allir séu glaðir með þetta. Ég er svo mjög spenntur að gefa út plötuna en útgáfudagur er enn þá leyndarmál. Þangað til fær fólk snefil af því sem koma skal með nokkrum sínglum.“ Hér má sjá myndbandið á Youtube. Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Floni - Engill Floni skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar að hann gaf út sitt fyrsta lag Tala saman. Floni var mjög virkur í tónlistarlífinu og sendi frá sér fjölda smella en lítið hefur heyrst frá kappanum síðan 2021. Nýtt tímabil „Í febrúar síðastliðnum tilkynnti Floni að hann hefði skrifað undir nýjan samning við útgáfurisann Sony Music og gaf hann einnig út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu sinni Flona 3. Smáskífan ber heitið Engill og hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu. Í gær gaf Floni svo út tónlistarmyndband við lagið í leikstjórn Einars Egilssonar,“ segir í fréttatilkynningu. View this post on Instagram A post shared by (@fridrikroberts) Í samtali við listamanninn segir hann að myndbandið hafi verið unnið í Covid og þá við allt annað lag. Hann og leikstjórinn ákváðu svo að myndbandið hentaði laginu Engill mun betur. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli og forréttindi að fá að vinna með Einari að þessu myndbandi. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að skapa sjónrænan heim í kringum tónlistina mína og finnst mér þetta myndband ná vel utan um orkuna í laginu,“ segir Floni. View this post on Instagram A post shared by (@fridrikroberts) Næsti kafli tekur við Myndbandið er framleitt af framleiðslufyrirtækinu Empathy & Indy af þeim Einar Egilssyni og Atla Óskari Fjalarssyni. Aðspurður segir Floni að nóg sé í vændum og að aðdáendur hans munu ekki þurfa að bíða lengi eftir frekari fregnum. „Núna vorum við að loka þessum fyrsta kafla og næsti kafli tekur við. Nýr síngúll er væntanlegur í apríl. Það er mikil stemning og það er alltaf gaman að gefa út. Sérstaklega eftir Covid lægðina, það er gaman að allt sé að fara á fullt. Ég finn svo sterkt fyrir því hvað mér finnst skemmtilegt að gefa út músík og ég vona að allir séu glaðir með þetta. Ég er svo mjög spenntur að gefa út plötuna en útgáfudagur er enn þá leyndarmál. Þangað til fær fólk snefil af því sem koma skal með nokkrum sínglum.“ Hér má sjá myndbandið á Youtube.
Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira