Guðrún myndi gera allt fyrir Ísland: „Hentu mér í senterinn, ég er til“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 13:00 Guðrún Arnardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýn á góð úrslit gegn sterku liði Þjóðverja í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun Vísir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins er bjartsýn á gott gengi liðsins í stórleik gegn Þjóðverjum í undankeppni EM á Tivoli leikvanginum í Aachen á morgun. Guðrún hefur þurft að aðlaga sig að nýju hlutverki innan íslenska liðsins en segist myndi spila hvaða stöðu sem er fyrir Ísland. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira