Þjófarnir leika lausum hala Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2024 12:11 Lýst var eftir þjófunum tveimur þann 26. mars síðastliðinn. Þeir eru enn ófundnir. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira