Ofurtölvan hefur litla trú á Rory McIlroy á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 14:31 Rory McIlroy hefur ekki byrjað árið vel en Mastermótið er eini risatitilinn sem honum vantar. Getty/Brennan Asplen Eins og í fótboltanum þá eru menn farnir að láta svokallaða ofurtölvu spá fyrir um sigurvegara á stærstu golfmótunum. Hún hefur nú skilað niðurstöðu sinni fyrir fyrsta risamót ársins. Scottie Scheffler, Rory McIlroy, Jon Rahm, Xander Schauffele og Jordan Spieth þykja samkvæmt veðbönkum sigurstranglegastir á Mastersmótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Næstir á eftir þeim eru Joaquin Niemann, Hideki Matsuyama, Brooks Koepka, Viktor Hovland og Tony Finau. Scheffler vann Mastersmótið fyrir tveimur árum og hefur verið efstur á heimslistanum frá því í mars 2022. Hann hefur unnið Players-mótið undanfarin tvö ár og hann fagnaði sigri á mótinu í síðasta mánuði. SportsLine notar ofurtölvu forritið fyrir golfið og hún hefur verið að standa sig vel í spádómum sínum. Niðurstöðurnar eru þó ekki aðgengilegar nema að borga fyrir þær. Það má sjá niðurstöðurnar hér fyrir forvitna. CBS segir frá. Ofurtölvan spáði meðal annars Jon Rahm sigri á Mastersmótinu í fyrra sem og að spá Scheffler sigri árið 2022. Athygli vekur að ofurtölvan hefur litla trú á Rory McIlroy að þessu sinni en mikla trú á Justin Thomas. McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og vantar bara sigur á Mastersmótinu til að loka hringnum. Hann er í öðru sæti á heimslistanum en hefur ekki byrjað árið vel. Besti árangur hans er nítjánda sætið á Playersmótinu. Ofurtölvan hefur ekki einu sinni trú á því að hann verði meðal fimm efstu. McIlroy er vinsæll og á sér marga stuðningsmenn sem vilja ekkert frekar en að sjá hann loka hringnum og fá loksins á klæðast græna jakkanum. Justin Thomas þykir ekki líklegur til sigurs hjá veðbönkunum en ofurtölvan hefur trú á því að hann muni vera í baráttunni um titilinn. Thomas er reynslumikill kylfingur og hefur verið meðal 25 efstu á sex af síðustu sjö Mastersmótum. Hann varð fjórði árið 2020 (hans besti árangur á Masters) og í áttunda sætinu árið 2022. Thomas hefur unnið tvo risamót á ferlinum en í bæði skiptin fagnaði hann sigri á PGA meistaramótinu. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Will Scottie Scheffler dominate? Can Rory McIlroy complete the career Grand Slam? What can we expect from Tiger Woods? Key information and everything you need to know this week for The Masters — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2024 Masters-mótið Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Scottie Scheffler, Rory McIlroy, Jon Rahm, Xander Schauffele og Jordan Spieth þykja samkvæmt veðbönkum sigurstranglegastir á Mastersmótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Næstir á eftir þeim eru Joaquin Niemann, Hideki Matsuyama, Brooks Koepka, Viktor Hovland og Tony Finau. Scheffler vann Mastersmótið fyrir tveimur árum og hefur verið efstur á heimslistanum frá því í mars 2022. Hann hefur unnið Players-mótið undanfarin tvö ár og hann fagnaði sigri á mótinu í síðasta mánuði. SportsLine notar ofurtölvu forritið fyrir golfið og hún hefur verið að standa sig vel í spádómum sínum. Niðurstöðurnar eru þó ekki aðgengilegar nema að borga fyrir þær. Það má sjá niðurstöðurnar hér fyrir forvitna. CBS segir frá. Ofurtölvan spáði meðal annars Jon Rahm sigri á Mastersmótinu í fyrra sem og að spá Scheffler sigri árið 2022. Athygli vekur að ofurtölvan hefur litla trú á Rory McIlroy að þessu sinni en mikla trú á Justin Thomas. McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og vantar bara sigur á Mastersmótinu til að loka hringnum. Hann er í öðru sæti á heimslistanum en hefur ekki byrjað árið vel. Besti árangur hans er nítjánda sætið á Playersmótinu. Ofurtölvan hefur ekki einu sinni trú á því að hann verði meðal fimm efstu. McIlroy er vinsæll og á sér marga stuðningsmenn sem vilja ekkert frekar en að sjá hann loka hringnum og fá loksins á klæðast græna jakkanum. Justin Thomas þykir ekki líklegur til sigurs hjá veðbönkunum en ofurtölvan hefur trú á því að hann muni vera í baráttunni um titilinn. Thomas er reynslumikill kylfingur og hefur verið meðal 25 efstu á sex af síðustu sjö Mastersmótum. Hann varð fjórði árið 2020 (hans besti árangur á Masters) og í áttunda sætinu árið 2022. Thomas hefur unnið tvo risamót á ferlinum en í bæði skiptin fagnaði hann sigri á PGA meistaramótinu. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Will Scottie Scheffler dominate? Can Rory McIlroy complete the career Grand Slam? What can we expect from Tiger Woods? Key information and everything you need to know this week for The Masters — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2024
Masters-mótið Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira