Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 11:12 Gísli Marteinn hefur lýst Eurovision keppninni undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. „Fyrir mér snýst Eurovision um stemningu og gleði og ég finn fyrir hvorugu í keppninni í ár,“ skrifaði Gísli í tilkynningu í gær. Vísir reyndi í mars að ná tali af Gísla vegna málsins án árangurs. Á þeim tíma var ljóst að Felix Bergsson yrði ekki fararstjóri enda kominn í forsetaframboð ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. „Við erum að vinna í því að finna annan þul í stað Gísla Marteins og það liggur fyrir fljótlega enda miðar leitinni vel,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í skriflegu svari til Vísis. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þátttöku Ísrael í keppninni. Áður hefur Ásdís María Viðarsdóttir lagahöfundur lagsins Scared of Heights tilkynnt að hún muni ekki fylgja hópnum út, samvisku sinnar vegna. Hera Björk hefur sjálf ítrekað gefið það út að hún hyggist keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd bæði áður og eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Hún hefur verið opinská með sigurinn, sagt tilfinningar sínar hafa verið blendnar en hefur sagt að hún telji mikilvægt að breiða út boðskap friðar með tónlist sinni og þátttöku í keppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. „Fyrir mér snýst Eurovision um stemningu og gleði og ég finn fyrir hvorugu í keppninni í ár,“ skrifaði Gísli í tilkynningu í gær. Vísir reyndi í mars að ná tali af Gísla vegna málsins án árangurs. Á þeim tíma var ljóst að Felix Bergsson yrði ekki fararstjóri enda kominn í forsetaframboð ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. „Við erum að vinna í því að finna annan þul í stað Gísla Marteins og það liggur fyrir fljótlega enda miðar leitinni vel,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í skriflegu svari til Vísis. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þátttöku Ísrael í keppninni. Áður hefur Ásdís María Viðarsdóttir lagahöfundur lagsins Scared of Heights tilkynnt að hún muni ekki fylgja hópnum út, samvisku sinnar vegna. Hera Björk hefur sjálf ítrekað gefið það út að hún hyggist keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd bæði áður og eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Hún hefur verið opinská með sigurinn, sagt tilfinningar sínar hafa verið blendnar en hefur sagt að hún telji mikilvægt að breiða út boðskap friðar með tónlist sinni og þátttöku í keppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56
Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“