Teitur til varnar Milka: Hefur pakkað mönnum saman en ekki fengið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Dominykas Milka þarf að spila vel ef Njarðvíkingar ætla að komast langt í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Anton Brink Dominykas Milka náði ekki að verða Íslandsmeistari með Keflavík en nú reynir hann að vinna titilinn með Njarðvíkurliðinu. Milka byrjar gegn liði sem hefur lítið ráðið við litháenska miðherjann í vetur. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti