Vildi ekki dæma víti á „barnaleg mistök“ Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 11:31 Gabriel tók boltann upp með höndum innan teigs en engin vítaspyrna var dæmd. Getty/Sven Hoppe Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern, var afar reiður yfir útskýringum dómarans á því af hverju ekki skyldi dæmd vítaspyrna á Arsenal vegna furðulegs atviks í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnum í gær og voru Arsenal-menn hundfúlir yfir að fá ekki vítaspyrnu í blálokin þegar þeir töldu brotið á Bukayo Saka. Bæjarar töldu sig hins vegar einnig eiga að fá víti, um miðjan seinni hálfleik, þegar Gabriel varnarmaður Arsenal tók boltann upp með höndum. Varnarmaðurinn virtist telja að leikurinn væri ekki kominn í gang, eftir markspyrnu David Raya. „Ég held að dómarinn hafi ekki haft hugrekkið til að dæma verðskuldaða vítaspyrnu í dag, í svolítið klikkuðu og vandræðalegu atviki,“ sagði Tuchel. Sömu reglur og í reit greinilega pic.twitter.com/RbwJqdBNkM— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 10, 2024 „Dómarinn viðurkenndi á vellinum að hann hefði séð atvikið og sagði að í 8-liða úrslitum þá væri þetta ekki nóg til að dæma víti, fyrir barnaleg mistök. Hann viðurkenndi að hafa séð mistökin sem leikmaðurinn gerði,“ sagði Tuchel og leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta var markspyrna, markvörðurinn sendi á varnarmanninn sem snerti boltann með hendi því hann hélt að leikurinn væri ekki kominn í gang. En leikurinn var í gangi og dómarinn viðurkenndi það og að þetta væri hendi. Mjög ergilegt.“ Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku og sigurliðið í þeim leik kemst áfram í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnum í gær og voru Arsenal-menn hundfúlir yfir að fá ekki vítaspyrnu í blálokin þegar þeir töldu brotið á Bukayo Saka. Bæjarar töldu sig hins vegar einnig eiga að fá víti, um miðjan seinni hálfleik, þegar Gabriel varnarmaður Arsenal tók boltann upp með höndum. Varnarmaðurinn virtist telja að leikurinn væri ekki kominn í gang, eftir markspyrnu David Raya. „Ég held að dómarinn hafi ekki haft hugrekkið til að dæma verðskuldaða vítaspyrnu í dag, í svolítið klikkuðu og vandræðalegu atviki,“ sagði Tuchel. Sömu reglur og í reit greinilega pic.twitter.com/RbwJqdBNkM— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 10, 2024 „Dómarinn viðurkenndi á vellinum að hann hefði séð atvikið og sagði að í 8-liða úrslitum þá væri þetta ekki nóg til að dæma víti, fyrir barnaleg mistök. Hann viðurkenndi að hafa séð mistökin sem leikmaðurinn gerði,“ sagði Tuchel og leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta var markspyrna, markvörðurinn sendi á varnarmanninn sem snerti boltann með hendi því hann hélt að leikurinn væri ekki kominn í gang. En leikurinn var í gangi og dómarinn viðurkenndi það og að þetta væri hendi. Mjög ergilegt.“ Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku og sigurliðið í þeim leik kemst áfram í undanúrslit keppninnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00