Rottan dreifi sér og sæki í gullnámuna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2024 20:40 Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, stendur í ströngu þessa dagana. vísir/einar árnason Eitt óvinsælasta dýr landsins, rottan, hefur dreift sér töluvert á höfuðborgarsvæðinu og sést á fleiri stöðum en áður. Þetta segir meindýraeyðir sem telur lífrænu sorptunnurnar meðal sökudólga. Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“ Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“
Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira