Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 07:31 Meredith var viðstödd þegar Scottie Scheffler vann The Players meistaramótið í síðasta mánuði en nú er of stutt í settan dag til þess að hún ferðist. Keyur Khamar Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. Scheffler þykir sigurstranglegastur á mótinu í ár enda er hann efstur á heimslista, vann Masters árið 2022, og hefur náð í tvo sigra og 2. sæti á síðustu þremur mótum sínum. Scheffler og Meredith kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar. Samkvæmt golfmiðlum ytra hefur Scheffler því ákveðið að fljúga beint til sinnar heittelskuðu, til Texas, sýni hún þess einhver merki að barnið sé að koma í heiminn. Scottie Scheffler and Sam Burns could each receive a life-changing call from their very pregnant wives during the Masters, and if they do, they'll immediately withdraw from the year's first major.READ: https://t.co/0aZWtp5gY4 pic.twitter.com/LIEqZyLBTy— OutKick (@Outkick) April 9, 2024 Hið sama á við um Burns en settur dagur hjá Caroline konu hans er eftir viku og því ljóst að enn líklegra er að hann hætti keppni á Masters en Scheffler. „Þetta verður ansi tryllt. Ég held að hvorugt okkar hafi áttað sig almennilega á þessu en það er spennandi fyrir okkur að verða núna fjölskylda,“ sagði Scheffler í viðtali fyrr á þessu ári. „Þetta hafa verið afar spennandi mánuðir og við hlökkum til að fá vonandi barnið út við góða heilsu, og að mamman verði heil heilsu, og svo byggjum við á því,“ sagði Scheffler. Scheffler varð í 10. sæti á Masters-mótinu í fyrra, og fékk að klæðast græna jakkanum með sigri á mótinu fyrir tveimur árum. Besti árangur Burns er 29. sæti. Samkvæmt Golf Digest munu þeir félagar dvelja saman á meðan á mótinu í ár stendur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að kylfingar keppa á risamóti með það í huga að litla barnið þeirra sé á leiðinni í heiminn. Frægt er þegar Phil Mickelson var með símboða á U.S. Open árið 1999, tilbúinn að rjúka heim ef fæðing væri að hefjast hjá konu hans. Mickelson varð í 2. sæti og varð svo pabbi daginn eftir. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag. Golf Masters-mótið Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Scheffler þykir sigurstranglegastur á mótinu í ár enda er hann efstur á heimslista, vann Masters árið 2022, og hefur náð í tvo sigra og 2. sæti á síðustu þremur mótum sínum. Scheffler og Meredith kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar. Samkvæmt golfmiðlum ytra hefur Scheffler því ákveðið að fljúga beint til sinnar heittelskuðu, til Texas, sýni hún þess einhver merki að barnið sé að koma í heiminn. Scottie Scheffler and Sam Burns could each receive a life-changing call from their very pregnant wives during the Masters, and if they do, they'll immediately withdraw from the year's first major.READ: https://t.co/0aZWtp5gY4 pic.twitter.com/LIEqZyLBTy— OutKick (@Outkick) April 9, 2024 Hið sama á við um Burns en settur dagur hjá Caroline konu hans er eftir viku og því ljóst að enn líklegra er að hann hætti keppni á Masters en Scheffler. „Þetta verður ansi tryllt. Ég held að hvorugt okkar hafi áttað sig almennilega á þessu en það er spennandi fyrir okkur að verða núna fjölskylda,“ sagði Scheffler í viðtali fyrr á þessu ári. „Þetta hafa verið afar spennandi mánuðir og við hlökkum til að fá vonandi barnið út við góða heilsu, og að mamman verði heil heilsu, og svo byggjum við á því,“ sagði Scheffler. Scheffler varð í 10. sæti á Masters-mótinu í fyrra, og fékk að klæðast græna jakkanum með sigri á mótinu fyrir tveimur árum. Besti árangur Burns er 29. sæti. Samkvæmt Golf Digest munu þeir félagar dvelja saman á meðan á mótinu í ár stendur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að kylfingar keppa á risamóti með það í huga að litla barnið þeirra sé á leiðinni í heiminn. Frægt er þegar Phil Mickelson var með símboða á U.S. Open árið 1999, tilbúinn að rjúka heim ef fæðing væri að hefjast hjá konu hans. Mickelson varð í 2. sæti og varð svo pabbi daginn eftir. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag.
Golf Masters-mótið Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira