Dómari leiksins, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, staðfesti skýrslu sína fyrst með marki Kennie Knak Chopart en henni hefur nú verið breytt nokkrum dögum síðar.

Markið er nú skráð sem sjálfsmark hjá Vestramanninum Eiði Aroni Sigurbjörnssyni.
Það er rétt skráning út frá myndbandsupptöku að markinu. Skot Kennie virðist þar vera á leiðinni fram hjá markinu en Eiður Aron stýrir því inn fyrir fjærstöngina á marki Vestra.
Makrið má sjá hér fyrir neðan en það er seinna mark Framliðsins í leiknum.
Eiður Aron var þarna að spila sinn fyrsta leik með Vestra eins og Kennie var að spila sinn fyrsta leik með Fram.
Það vekur þó athygli að þessi breyting skilar sér ekki inn í Fantasy leik Bestu deildarinnar. Þar er markið enn skráð á Kennie sem skilar honum sex stigum. Eiður Aron fær heldur ekki mínus tvö stig fyrir að skora sjálfsmark.
