Dæmd til dauða í stærsta fjársvikamáli Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 10:16 Truong My Lan í dómsal í morgun. Hún var dæmd til dauða fyrir aðkomu hennar að umfangsmesta fjársvikamáli Víetnam. AP/Thanh Tung Víetnamskur auðjöfur hefur verið dæmdur til dauða fyrir hlut hennar í umfangsmesta fjársvikamáli landsins. Truong My Lan hefur verið fundin sek um fjárdrátt, fjár- og bankasvik og mútugreiðslur. Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt. Víetnam Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt.
Víetnam Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira