Dæmd til dauða í stærsta fjársvikamáli Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 10:16 Truong My Lan í dómsal í morgun. Hún var dæmd til dauða fyrir aðkomu hennar að umfangsmesta fjársvikamáli Víetnam. AP/Thanh Tung Víetnamskur auðjöfur hefur verið dæmdur til dauða fyrir hlut hennar í umfangsmesta fjársvikamáli landsins. Truong My Lan hefur verið fundin sek um fjárdrátt, fjár- og bankasvik og mútugreiðslur. Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt. Víetnam Erlend sakamál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt.
Víetnam Erlend sakamál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira