Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 11:30 Pau Cubarsí reynir að stöðva einn albesta leikmann heims, Kylian Mbappé, í París í gærkvöld. Getty/Matthieu Mirville Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Cubarsí vann sig inn í byrjunarlið Barcelona í byrjun þessa árs, nýorðinn 17 ára, og sérfræðingarnir gátu ekki annað en heillast af honum gegn stjörnum PSG í París í gær. „Hann er 17 ára. Ég var að falla á þriðja bóklega bílprófinu þegar ég var 17 ára. Það er eins og hann sé búinn að vera að spila í 15 ár í hjarta varnarinnar, sendingarnar og leikskilningurinn eru þannig,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason þáttastjórnandi. Aron Jóhannsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru á sama máli. „Þegar ungir leikmenn eru að koma upp þá eru þetta oftast framherjar eða kantmenn, eða alla vega ekki alveg hafsentar. Að svona ungur strákur geti komið og spilað á hæsta mögulega stigi fótboltans, sem hafsent, á móti PSG, það er algjör unun að horfa á þetta. Þetta er nýi uppáhalds leikmaðurinn minn,“ sagði Aron. „Ákvörðunartakan, eins og í fyrsta markinu, þegar hann spilar út allt PSG-liðið með einni sendingu, gegnum línuna og upp til Lewandowski… ákvörðunartökurnar eru svo góðar. Hann er 17 ára og virðist ekkert tröll af manni, er samt líkamlega sterkur og þokkalega fljótur, en hann er ekkert hræddur við að verjast einn á móti einum. Hann er ískaldur,“ sagði Jóhannes Karl en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um Cubarsi Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Cubarsí vann sig inn í byrjunarlið Barcelona í byrjun þessa árs, nýorðinn 17 ára, og sérfræðingarnir gátu ekki annað en heillast af honum gegn stjörnum PSG í París í gær. „Hann er 17 ára. Ég var að falla á þriðja bóklega bílprófinu þegar ég var 17 ára. Það er eins og hann sé búinn að vera að spila í 15 ár í hjarta varnarinnar, sendingarnar og leikskilningurinn eru þannig,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason þáttastjórnandi. Aron Jóhannsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru á sama máli. „Þegar ungir leikmenn eru að koma upp þá eru þetta oftast framherjar eða kantmenn, eða alla vega ekki alveg hafsentar. Að svona ungur strákur geti komið og spilað á hæsta mögulega stigi fótboltans, sem hafsent, á móti PSG, það er algjör unun að horfa á þetta. Þetta er nýi uppáhalds leikmaðurinn minn,“ sagði Aron. „Ákvörðunartakan, eins og í fyrsta markinu, þegar hann spilar út allt PSG-liðið með einni sendingu, gegnum línuna og upp til Lewandowski… ákvörðunartökurnar eru svo góðar. Hann er 17 ára og virðist ekkert tröll af manni, er samt líkamlega sterkur og þokkalega fljótur, en hann er ekkert hræddur við að verjast einn á móti einum. Hann er ískaldur,“ sagði Jóhannes Karl en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um Cubarsi
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira