„Það verður hátíð næstu daga“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 15:01 Sigmundur Einar Másson mun lýsa Masters mótinu á Stöð 2 Sport um helgina. Vísir/Sigurjón Golfsérfræðingurinn Sigmundur Einar Másson segir að ekki sé annað hægt en að búast við veislu í kvöld og næstu daga, þegar Masters-mótið í golfi fer fram á Augusta-vellinum. Upphafi mótsins var reyndar seinkað í dag, um tvo og hálfan tíma, vegna rigningar og það gæti haft þau áhrif að ekki takist öllum að ljúka fyrsta hring í dag. „Völlurinn mun verða blautur í dag en inn í helgina er veðurspáin allt önnur. Það verður bara gaman að sjá hvað gerist í dag,“ segir Sigmundur sem mun lýsa mótinu á Stöð 2 Sport 4. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Masters-mótið hefst í dag Aðspurður hverjir séu líklegastir til að berjast um sigur á mótinu segir Sigmundur: „Það er náttúrulega Scottie Scheffler, kylfingur númer eitt á heimslista. Það er varla til sú vinnustaðakeppni þar sem Scottie Scheffler er ekki efstur hjá öllum. En svo er líka þarna sigurvegarinn frá því í fyrra, Jon Rahm, en það eru einungis þrír sem hafa varið græna jakkann. Svo eru fleiri sögur. Viktor Hovland og Brooks Koepka eru þarna uppi, og svo er það stóra sagan um Rory McIlroy sem reynir að sækja stóru slemmuna, að hafa unnið alla fjóra risatitlana. Hann hefur áður átt möguleika og nú kemur í ljós hvort hann fær möguleika á sunnudaginn.“ Fyrir utan þessa kylfinga og fleiri verður einnig fróðlegt að fylgjast með gengi Tiger Woods sem fimm sinnum hefur unnið mótið og klæðst græna jakkanum – síðast árið 2019. „Það er hrikalega mikil spenna og þetta hefur íslenska golfsumarið. Mánudaginn eftir Masters flykkjast kylfingarnir út og byrja að skoða hvað er í gangi. Það verður hátíð næstu daga,“ segir Sigmundur. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag. Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Upphafi mótsins var reyndar seinkað í dag, um tvo og hálfan tíma, vegna rigningar og það gæti haft þau áhrif að ekki takist öllum að ljúka fyrsta hring í dag. „Völlurinn mun verða blautur í dag en inn í helgina er veðurspáin allt önnur. Það verður bara gaman að sjá hvað gerist í dag,“ segir Sigmundur sem mun lýsa mótinu á Stöð 2 Sport 4. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Masters-mótið hefst í dag Aðspurður hverjir séu líklegastir til að berjast um sigur á mótinu segir Sigmundur: „Það er náttúrulega Scottie Scheffler, kylfingur númer eitt á heimslista. Það er varla til sú vinnustaðakeppni þar sem Scottie Scheffler er ekki efstur hjá öllum. En svo er líka þarna sigurvegarinn frá því í fyrra, Jon Rahm, en það eru einungis þrír sem hafa varið græna jakkann. Svo eru fleiri sögur. Viktor Hovland og Brooks Koepka eru þarna uppi, og svo er það stóra sagan um Rory McIlroy sem reynir að sækja stóru slemmuna, að hafa unnið alla fjóra risatitlana. Hann hefur áður átt möguleika og nú kemur í ljós hvort hann fær möguleika á sunnudaginn.“ Fyrir utan þessa kylfinga og fleiri verður einnig fróðlegt að fylgjast með gengi Tiger Woods sem fimm sinnum hefur unnið mótið og klæðst græna jakkanum – síðast árið 2019. „Það er hrikalega mikil spenna og þetta hefur íslenska golfsumarið. Mánudaginn eftir Masters flykkjast kylfingarnir út og byrja að skoða hvað er í gangi. Það verður hátíð næstu daga,“ segir Sigmundur. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag.
Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31