Arion áminntur fyrir verklag í skoðun á mögulegum innherjasvikum Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 19:13 Arion banki viðurkenndi að það samræmdist ekki hans eigin reglum það fyrirkomulag að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan fyrir persónuleg not sem var ekki til á upptöku. Vísir/Vilhelm Viðurlaganefnd Kauphallarinnar áminnti Arion banka opinberlega í dag fyrir að brjóta þannig gegn reglum hennar að hún gat ekki sinnt eftirliti þegar grunur um möguleg innherjasvik kom upp. Ekki var til upptaka af símtali miðlara við fjárfesti sem Kauphöllin sóttist eftir. Málið hófst þegar starfsmenn Kauphallarinnar urðu varir við óvenjuleg viðskipti með hlutabréf skráðra félaga sem höfðu hækkað mikið í verði og velta með bréf þeirra. Skoðun Kauphallarinnar beindist að mögulegum innherjasvikum. Félögin eru ekki nefnd í niðurstöðu viðurlaganefndar Kauphallarinnar sem áminnti Arion banka. Þegar Kauphöllinn kallaði eftir gögnum frá Arion banka um viðskiptin kom í ljós að miðlari bankans hafði rétt við fjárfesti símleiðis í farsíma á vegum bankans. Sá sími var ætlaður til persónulegra nota og var símtalið því ekki tekið upp. Bankinn bað miðlarann um að taka saman skriflega efni símtalanna eftir bestu getu bar punktana undir viðskiptavininn. Kauphöllin fékk minnispunkta um þetta frá bankanum. Þetta taldi Kauphöllinn ekki fullnægjandi verklag og að skortur á upplýsingunum þýddi að hún gæti ekki sinnt reglulegu eftirliti sínu samkvæmt lögum. Taldi hún Arion banka hafa brotið aðildarreglur Kauphöllarinnar og vísaði málinu til svonefndrar viðurlaganefndar sinnar. Tíðkaðist að láta starfsmenn fá tvo síma Nefndin taldi það eðilega kröfu hjá Kauphöllinni að bankinn varðveitti símtalsupptökur. Bankanum bæri skylda til þess að afhenda allar þær upplýsingar sem Kauphöllin teldi nauðsynlegar til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Fyrirkomulag sem tíðkaðist hjá Arion banka að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan sem ekki væri á upptöku, hefði leitt til þess að símtölin sem miðlarinn átti við viðskiptavin í persónulegan síma frá bankanum væru ekki varðveitt. Bankinn gat því ekki afhent þau gögn sem honum bar til Kauphallarinnar. Viðurlaganefndin horfði til þess að bankinn hefði viðurkennt að hafa ekki varðveitt símtalsupptökur og að það stríddi gegn hans eigin reglum um varðveislu viðskiptafyrirmæla. Bankinn hefði ennfremur lýst því yfir að gripið hefði verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir fleiri atvik af þessu tagi. Niðurstaða nefndarinnar var að áminna Arion opinberlega fyrir að brjóta reglur sem skylduðu hann til að afhenda gögn sem Kauphöllinn óskaði eftir og um viðeigandi skipulag, áhættustýringu, örugg tæknikerfi og hæfni starfsfólks. Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Málið hófst þegar starfsmenn Kauphallarinnar urðu varir við óvenjuleg viðskipti með hlutabréf skráðra félaga sem höfðu hækkað mikið í verði og velta með bréf þeirra. Skoðun Kauphallarinnar beindist að mögulegum innherjasvikum. Félögin eru ekki nefnd í niðurstöðu viðurlaganefndar Kauphallarinnar sem áminnti Arion banka. Þegar Kauphöllinn kallaði eftir gögnum frá Arion banka um viðskiptin kom í ljós að miðlari bankans hafði rétt við fjárfesti símleiðis í farsíma á vegum bankans. Sá sími var ætlaður til persónulegra nota og var símtalið því ekki tekið upp. Bankinn bað miðlarann um að taka saman skriflega efni símtalanna eftir bestu getu bar punktana undir viðskiptavininn. Kauphöllin fékk minnispunkta um þetta frá bankanum. Þetta taldi Kauphöllinn ekki fullnægjandi verklag og að skortur á upplýsingunum þýddi að hún gæti ekki sinnt reglulegu eftirliti sínu samkvæmt lögum. Taldi hún Arion banka hafa brotið aðildarreglur Kauphöllarinnar og vísaði málinu til svonefndrar viðurlaganefndar sinnar. Tíðkaðist að láta starfsmenn fá tvo síma Nefndin taldi það eðilega kröfu hjá Kauphöllinni að bankinn varðveitti símtalsupptökur. Bankanum bæri skylda til þess að afhenda allar þær upplýsingar sem Kauphöllin teldi nauðsynlegar til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Fyrirkomulag sem tíðkaðist hjá Arion banka að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan sem ekki væri á upptöku, hefði leitt til þess að símtölin sem miðlarinn átti við viðskiptavin í persónulegan síma frá bankanum væru ekki varðveitt. Bankinn gat því ekki afhent þau gögn sem honum bar til Kauphallarinnar. Viðurlaganefndin horfði til þess að bankinn hefði viðurkennt að hafa ekki varðveitt símtalsupptökur og að það stríddi gegn hans eigin reglum um varðveislu viðskiptafyrirmæla. Bankinn hefði ennfremur lýst því yfir að gripið hefði verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir fleiri atvik af þessu tagi. Niðurstaða nefndarinnar var að áminna Arion opinberlega fyrir að brjóta reglur sem skylduðu hann til að afhenda gögn sem Kauphöllinn óskaði eftir og um viðeigandi skipulag, áhættustýringu, örugg tæknikerfi og hæfni starfsfólks.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira