Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 22:21 Ekkja Navalní segir að æviminningar hans verði gefnar út á rússnesku og ellefu öðrum tungumálum. Ekki er þó ljóst hvort hún verði gefin út í heimalandinu Rússlandi. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. Titill bókarinnar verður „Föðurlandsvinur“ og kemur hún út 22. október. Navalní byrjaði að skrifa bókina þegar hann jafnaði sig á eitrun í Þýskalandi árið 2020. Alfred A. Knopf, útgefandi bókarinnar, segir að Navalní hafi haldið skriftunum áfram utan og innan fangelsismúr eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021. Navalní lést 47 ára að aldri í afskekktu rússnesku fangelsi þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm sem hann sagði eiga sér pólitískar rætur í febrúar. Hann sakaði stjórnvöld í Kreml um að standa að banatilræðinu við sig árið 2020. Rússnesk stjórnvöld hafna bæði því og að hafa átt þátt í dauða hans í fangelsinu. Knopf segir að í bókinni fari Navalní yfir stjórnmálaferil sinn, banatilræðin sem hann lifði af og baráttu hans gegn rússneskum stjórnvöld sem hneigjast æ lengra í einræðisátt. Júlía Navalnaja, ekkja Navalní, segir að bókin sýni óbilandi stuðning hans við baráttuna gegn einræði sem hann fórnaði lífi sínu fyrir. „Á þessum síðum kynnast lesendur manninum sem ég unni heitt, mann gríðarlegra heilinda og óbifanlegs hugrekkis. Það heiðrar ekki bara minningu hans að deila sögu hans heldur hvetur það aðra til þess að berjast fyrir því sem er rétt og að missa aldrei sjónar á þeim gildum sem skipta virkilega máli,“ segir Navalnaja. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Titill bókarinnar verður „Föðurlandsvinur“ og kemur hún út 22. október. Navalní byrjaði að skrifa bókina þegar hann jafnaði sig á eitrun í Þýskalandi árið 2020. Alfred A. Knopf, útgefandi bókarinnar, segir að Navalní hafi haldið skriftunum áfram utan og innan fangelsismúr eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021. Navalní lést 47 ára að aldri í afskekktu rússnesku fangelsi þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm sem hann sagði eiga sér pólitískar rætur í febrúar. Hann sakaði stjórnvöld í Kreml um að standa að banatilræðinu við sig árið 2020. Rússnesk stjórnvöld hafna bæði því og að hafa átt þátt í dauða hans í fangelsinu. Knopf segir að í bókinni fari Navalní yfir stjórnmálaferil sinn, banatilræðin sem hann lifði af og baráttu hans gegn rússneskum stjórnvöld sem hneigjast æ lengra í einræðisátt. Júlía Navalnaja, ekkja Navalní, segir að bókin sýni óbilandi stuðning hans við baráttuna gegn einræði sem hann fórnaði lífi sínu fyrir. „Á þessum síðum kynnast lesendur manninum sem ég unni heitt, mann gríðarlegra heilinda og óbifanlegs hugrekkis. Það heiðrar ekki bara minningu hans að deila sögu hans heldur hvetur það aðra til þess að berjast fyrir því sem er rétt og að missa aldrei sjónar á þeim gildum sem skipta virkilega máli,“ segir Navalnaja.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44
Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34