Rowling enn bitur út í Harry Potter-stjörnurnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 23:13 Mikið af kröftum Rowling hefur verið varið í að tala gegn trans fólki undanfarin ár. Vísir/EPA Joanne Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, er fjarri því búin að fyrirgefa aðalleikurunum úr kvikmyndunum um Potter fyrir að vera ósammála henni um trans fólk. Hún heldur áfram að lýsa trans fólki sem hættulegu konum. Stjörnur Hollywood-myndanna um Harry Potter, þau Daniel Radcliffe og Emma Watson, lýstu yfir stuðningi við trans konur eftir að Rowling skrifaði grein gegn réttindum trans fólks árið 2020. Í greininni sakaði rithöfundurinn trans fólk um að grafa undan konum og veita „rándýrum“ skjól. Með rándýrum átti hún við karlmenn sem hún ímyndaði sér að létust vera konur í því skyni að ráðast á þær. Síðan þá hefur Rowling haldið áfram að fara mikinn um trans fólk þrátt fyrir að það hafi gert fjölda aðdáenda bóka hennar afhuga henni og að hún hafi ítrekað verið sökuð um fordóma gegn trans fólki. Breski rithöfundurinn hélt enn áfram að deila efni sem tengist trans fólki á samfélagsmiðlinum X í gær. Svar hennar til notanda sem sagðist öruggur um að hún fyrirgæfi Radcliffe og Watson ef þau bæðu hana afsökunar bendir til þess að hún sé enn bitur út í leikarana fyrir lýsa gagnstæðri skoðun á sínum tíma. „Ekki öruggt, er ég hrædd um,“ svaraði Rowling sem sakaði leikarana um að halla sér að hreyfingu sem ætlaði sér að grafa undan réttindum kvenna og ýjaði enn að því að konum stafaði hætta af trans fólki. Sjón er á meðal annarra rithöfunda sem hafa gagnrýnt Rowling fyrir orðræðu hennar í garð trans fólks. Í tísti í fyrra sakaði íslenski rithöfundurinn hana um að afmennska trans fólk kerfisbundið. Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Stjörnur Hollywood-myndanna um Harry Potter, þau Daniel Radcliffe og Emma Watson, lýstu yfir stuðningi við trans konur eftir að Rowling skrifaði grein gegn réttindum trans fólks árið 2020. Í greininni sakaði rithöfundurinn trans fólk um að grafa undan konum og veita „rándýrum“ skjól. Með rándýrum átti hún við karlmenn sem hún ímyndaði sér að létust vera konur í því skyni að ráðast á þær. Síðan þá hefur Rowling haldið áfram að fara mikinn um trans fólk þrátt fyrir að það hafi gert fjölda aðdáenda bóka hennar afhuga henni og að hún hafi ítrekað verið sökuð um fordóma gegn trans fólki. Breski rithöfundurinn hélt enn áfram að deila efni sem tengist trans fólki á samfélagsmiðlinum X í gær. Svar hennar til notanda sem sagðist öruggur um að hún fyrirgæfi Radcliffe og Watson ef þau bæðu hana afsökunar bendir til þess að hún sé enn bitur út í leikarana fyrir lýsa gagnstæðri skoðun á sínum tíma. „Ekki öruggt, er ég hrædd um,“ svaraði Rowling sem sakaði leikarana um að halla sér að hreyfingu sem ætlaði sér að grafa undan réttindum kvenna og ýjaði enn að því að konum stafaði hætta af trans fólki. Sjón er á meðal annarra rithöfunda sem hafa gagnrýnt Rowling fyrir orðræðu hennar í garð trans fólks. Í tísti í fyrra sakaði íslenski rithöfundurinn hana um að afmennska trans fólk kerfisbundið.
Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16
Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45