Á vef Veðurstofunnar segir að frost verði á bilinu null til fimm stig, en hiti null til sex stig sunnanlands.
„Víða hægur vindur á morgun, laugardag. Dálítil snjókoma eða slydda suðaustantil og éljamugga á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Vaxandi sunnan- og suðvestanátt og bætir í ofankomu vestantil um kvöldið. Frost um mest allt land,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Breytileg átt 3-10 m/s og bjart með köflum, en él sunnantil. Frost 0 til 10 stig. Gengur í sunnan og suðaustan 8-15 seint um kvöldið með dálítilli slyddu eða snjókomu vestast og hlýnar.
Á sunnudag: Snýst í austan og norðaustan 8-15. Dálítil slydda, en lengst af þurrt á Norðurlandi. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 4 stig sunnanlands yfir daginn.
Á mánudag: Norðan 5-13 og dálítil snjókoma á köflum fyrir norðan, annars þurrt. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst.
Á þriðjudag: Breytileg átt, fremnur hæg og sums staðar stöku él við ströndina. Heldur hlýrra.
Á miðvikudag: Útlit fyrir vestlæga átt og rigningu eða slyddu syðst og vestast, en þurrt norðan- og austantil. Hiti víða 0 til 5 stig.
Á fimmtudag: Útlit fyrir milda suðlæga átt með vætu í flestum landshlutum.