Versta útreið Íslandsmeistara í fyrsta leik í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 10:31 Leikmenn Tindastóls voru mörgum skrefum á eftir Grindvíkingum í gær. Hér hefur Dedrick Basile skilið eftir þá Adomas Drungilas og Keyshawn Woods. Vísir/Vilhelm Stólarnir hafa á þessu tímabili slegið hin ýmsu met yfir verstu frammistöðu Íslandsmeistara í titilvörn og í gær bættu þeir við enn einu slæma metinu. Tindastóll tapaði með 23 stigum á móti Grindavík í Smáranum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þetta er langversti skellur Íslandsmeistara frá upphafi í fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir að þeir unnu titilinn. Stólarnir meira en tvöfölduðu metið. Stærsta tapið fyrir leikinn í gærkvöldi var 11 stiga tap Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni 2000. Grindvíkingar halda því metinu yfir stærsta sigurinn á meisturum ársins á undan. Stólarnir eru líka aðeins fimmtu Íslandsmeistararnir í sögu úrslitakeppninnar sem tapa fyrsta leik. Úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 og fer fram í fertugasta skiptið í ár. Það þýðir að 35 af 40 Íslandsmeisturum hafa byrjað næstu úrslitakeppni á eftir með sigri í fyrsta leik eða 88 prósent meistaranna. Hin liðin í hóp með Tindastól eru fyrrnefnt Keflavíkurlið frá 2000, KR liðið frá 2008, Njarðvíkingar frá 1992 og svo Valsmenn í fyrra. Valsliðið í fyrra tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann svo næstu þrjá. Liðið endaði á því að fara alla leið í úrslitin en tapaði þá fyrir Tindastól í oddaleik. Valsliðið í fyrra eru einu meistararnir sem hafa komist áfram í sínu einvígi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í titilvörninni. Nú reynir á Stólanna að breyta því. Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2 Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Tindastóll tapaði með 23 stigum á móti Grindavík í Smáranum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þetta er langversti skellur Íslandsmeistara frá upphafi í fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir að þeir unnu titilinn. Stólarnir meira en tvöfölduðu metið. Stærsta tapið fyrir leikinn í gærkvöldi var 11 stiga tap Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni 2000. Grindvíkingar halda því metinu yfir stærsta sigurinn á meisturum ársins á undan. Stólarnir eru líka aðeins fimmtu Íslandsmeistararnir í sögu úrslitakeppninnar sem tapa fyrsta leik. Úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 og fer fram í fertugasta skiptið í ár. Það þýðir að 35 af 40 Íslandsmeisturum hafa byrjað næstu úrslitakeppni á eftir með sigri í fyrsta leik eða 88 prósent meistaranna. Hin liðin í hóp með Tindastól eru fyrrnefnt Keflavíkurlið frá 2000, KR liðið frá 2008, Njarðvíkingar frá 1992 og svo Valsmenn í fyrra. Valsliðið í fyrra tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann svo næstu þrjá. Liðið endaði á því að fara alla leið í úrslitin en tapaði þá fyrir Tindastól í oddaleik. Valsliðið í fyrra eru einu meistararnir sem hafa komist áfram í sínu einvígi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í titilvörninni. Nú reynir á Stólanna að breyta því. Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2
Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira