Versta útreið Íslandsmeistara í fyrsta leik í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 10:31 Leikmenn Tindastóls voru mörgum skrefum á eftir Grindvíkingum í gær. Hér hefur Dedrick Basile skilið eftir þá Adomas Drungilas og Keyshawn Woods. Vísir/Vilhelm Stólarnir hafa á þessu tímabili slegið hin ýmsu met yfir verstu frammistöðu Íslandsmeistara í titilvörn og í gær bættu þeir við enn einu slæma metinu. Tindastóll tapaði með 23 stigum á móti Grindavík í Smáranum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þetta er langversti skellur Íslandsmeistara frá upphafi í fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir að þeir unnu titilinn. Stólarnir meira en tvöfölduðu metið. Stærsta tapið fyrir leikinn í gærkvöldi var 11 stiga tap Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni 2000. Grindvíkingar halda því metinu yfir stærsta sigurinn á meisturum ársins á undan. Stólarnir eru líka aðeins fimmtu Íslandsmeistararnir í sögu úrslitakeppninnar sem tapa fyrsta leik. Úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 og fer fram í fertugasta skiptið í ár. Það þýðir að 35 af 40 Íslandsmeisturum hafa byrjað næstu úrslitakeppni á eftir með sigri í fyrsta leik eða 88 prósent meistaranna. Hin liðin í hóp með Tindastól eru fyrrnefnt Keflavíkurlið frá 2000, KR liðið frá 2008, Njarðvíkingar frá 1992 og svo Valsmenn í fyrra. Valsliðið í fyrra tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann svo næstu þrjá. Liðið endaði á því að fara alla leið í úrslitin en tapaði þá fyrir Tindastól í oddaleik. Valsliðið í fyrra eru einu meistararnir sem hafa komist áfram í sínu einvígi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í titilvörninni. Nú reynir á Stólanna að breyta því. Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2 Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
Tindastóll tapaði með 23 stigum á móti Grindavík í Smáranum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þetta er langversti skellur Íslandsmeistara frá upphafi í fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir að þeir unnu titilinn. Stólarnir meira en tvöfölduðu metið. Stærsta tapið fyrir leikinn í gærkvöldi var 11 stiga tap Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni 2000. Grindvíkingar halda því metinu yfir stærsta sigurinn á meisturum ársins á undan. Stólarnir eru líka aðeins fimmtu Íslandsmeistararnir í sögu úrslitakeppninnar sem tapa fyrsta leik. Úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 og fer fram í fertugasta skiptið í ár. Það þýðir að 35 af 40 Íslandsmeisturum hafa byrjað næstu úrslitakeppni á eftir með sigri í fyrsta leik eða 88 prósent meistaranna. Hin liðin í hóp með Tindastól eru fyrrnefnt Keflavíkurlið frá 2000, KR liðið frá 2008, Njarðvíkingar frá 1992 og svo Valsmenn í fyrra. Valsliðið í fyrra tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann svo næstu þrjá. Liðið endaði á því að fara alla leið í úrslitin en tapaði þá fyrir Tindastól í oddaleik. Valsliðið í fyrra eru einu meistararnir sem hafa komist áfram í sínu einvígi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í titilvörninni. Nú reynir á Stólanna að breyta því. Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2
Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira