„Heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. apríl 2024 10:57 Bergrún Íris Sævarsdóttir talaði opinskátt um lífið án áfengis í Bítinu á Bylgjunni í nóvember í fyrra. Bergrún Íris Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið. „Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
„Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36