Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2024 16:25 Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Bankasýslan hefur gefið út viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan grunlaus um kaupin Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021. Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. Bankasýsla ríkisins hafi verið grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars síðastliðinn: án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst, gegn yfirlýstum vilja ráðherra og án fyrirvara um samþykki hluthafa. Ráðherra vildi taka til í bankaráðinu og losna við TM Í ljósi þess sem rakið er í skýrslunni hafi stjórn Bankasýslu ríkisins ákveðið á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Bankasýslan tilnefnir eftirfarandi í bankaráð Jón Þ. Sigurgeirsson, sem verði formaður, Evu Halldórsdóttur, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekku Jóelsdóttur, Steinunni Þorsteinsdóttur, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson. Tilkynnt var á dögunum að Jón kæmi nýr inn í bankaráðið eftir aðalfundinn og yrði formaður þess. Þá kæmi sömuleiðis ný inn í bankaráðið Danielle Pamela Neben, meðeigandi hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken. Aðrir núverandi einstaklingar í bankaráði myndu sitja áfram. Þeir eru Elín H. Jónsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Guðrún Ó. Blöndal, Helgi Friðjón Árnason og Þorvaldur Jacobsen. Nú hefur verið hætt við það. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er. Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Bankasýslan hefur gefið út viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan grunlaus um kaupin Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021. Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. Bankasýsla ríkisins hafi verið grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars síðastliðinn: án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst, gegn yfirlýstum vilja ráðherra og án fyrirvara um samþykki hluthafa. Ráðherra vildi taka til í bankaráðinu og losna við TM Í ljósi þess sem rakið er í skýrslunni hafi stjórn Bankasýslu ríkisins ákveðið á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Bankasýslan tilnefnir eftirfarandi í bankaráð Jón Þ. Sigurgeirsson, sem verði formaður, Evu Halldórsdóttur, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekku Jóelsdóttur, Steinunni Þorsteinsdóttur, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson. Tilkynnt var á dögunum að Jón kæmi nýr inn í bankaráðið eftir aðalfundinn og yrði formaður þess. Þá kæmi sömuleiðis ný inn í bankaráðið Danielle Pamela Neben, meðeigandi hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken. Aðrir núverandi einstaklingar í bankaráði myndu sitja áfram. Þeir eru Elín H. Jónsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Guðrún Ó. Blöndal, Helgi Friðjón Árnason og Þorvaldur Jacobsen. Nú hefur verið hætt við það. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er.
Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira