Degi þrjú lokið: Scheffler enn á toppnum þrátt fyrir tvöfaldan skolla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 23:26 Eins gott að skjóta beint þegar fólk er svona nálægt. Warren Little/Getty Images Scottie Scheffler leiðir línuna þegar þriðja degi Mastersmótsins í golfi er lokið. Hann er sem stendur höggi á undan næsta manni en tvöfaldur skolli á 10. holu gerði það að verkum að Sheffler stakk ekki einfaldlega af. Líkt og svo oft áður er gríðarleg spenna á Mastersmótinu og hlutirnir breytast hratt. Það hafa nokkrir haft forystuna til þessa en Scheffler hefur haldið henni undir lok dags. Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Ef ekki væri fyrir þennan tvöfalda skolla væri hann svo gott sem byrjaður að klæða sig í græna jakkann. Sem stendur er Scheffler á sjö höggum undir pari eftir að fá fugl á 18. holu. Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Collin Morikawa kemur þar á eftir á sex höggum undir pari. Hann átti góðan dag og lék á þremur undir pari. Max Homa er svo í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Ludvig Åberg er í 4. sæti á fjórum höggum undir pari. Bryson DeChambeau átti erfiðan dag og lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann endaði daginn þó með einu af höggum mótsins. Hann er í 5. sæti á tveimur höggum undir pari. Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Mörg stór nöfn hafa átt erfitt uppdráttar í dag. Tiger Woods hefur til að mynda átt skelfilegan dag, alls er hann á tíu höggum yfir pari í dag og 11 höggum yfir pari samtals. Hann er jafn öðrum kylfingum í 52. sæti. Brooks Koepka lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals sex höggum yfir pari. Phil Mickelseon er einnig á sex höggum yfir pari en hann lék daginn á tveimur yfir pari. Golf Masters-mótið Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Líkt og svo oft áður er gríðarleg spenna á Mastersmótinu og hlutirnir breytast hratt. Það hafa nokkrir haft forystuna til þessa en Scheffler hefur haldið henni undir lok dags. Eagle for Scheffler. He returns to a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/3mWXrXVTL6— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Ef ekki væri fyrir þennan tvöfalda skolla væri hann svo gott sem byrjaður að klæða sig í græna jakkann. Sem stendur er Scheffler á sjö höggum undir pari eftir að fá fugl á 18. holu. Scottie Scheffler birdies No. 18 to close out the third round atop the leader board. #themasters pic.twitter.com/2F8FoOmRUp— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Collin Morikawa kemur þar á eftir á sex höggum undir pari. Hann átti góðan dag og lék á þremur undir pari. Max Homa er svo í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Ludvig Åberg er í 4. sæti á fjórum höggum undir pari. Bryson DeChambeau átti erfiðan dag og lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann endaði daginn þó með einu af höggum mótsins. Hann er í 5. sæti á tveimur höggum undir pari. Bryson DeChambeau finishes with a bang. #themasters pic.twitter.com/I6zMUYB2MA— The Masters (@TheMasters) April 13, 2024 Mörg stór nöfn hafa átt erfitt uppdráttar í dag. Tiger Woods hefur til að mynda átt skelfilegan dag, alls er hann á tíu höggum yfir pari í dag og 11 höggum yfir pari samtals. Hann er jafn öðrum kylfingum í 52. sæti. Brooks Koepka lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er samtals sex höggum yfir pari. Phil Mickelseon er einnig á sex höggum yfir pari en hann lék daginn á tveimur yfir pari.
Golf Masters-mótið Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira