Frelsið er yndislegt Birgir Birgisson skrifar 14. apríl 2024 11:02 Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun