Gunnar Jarl: Aukaleikarar sem ættu ekki að skipta sér af Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:31 Gunnar Jarl Jónsson er margreyndur og hefur fimm sinnum verið valinn dómari ársins. vísir/anton Gunnar Jarl Jónsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þar ræddi hann meðal annars agaleysi á varamannabekkjum liða á Íslandi og spjaldveitingar í upphafi móts. Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund. Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund.
Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31
Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31