Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 13:40 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill sjá að aðrir en ríkisbanki eigi tryggingarfélagið TM. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. Greint var frá því fyrir helgina að stjórn Bankasýslu ríkisins ætli að skipta út öllu bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans næsta föstudag. Þá birti Bankasýslan jafnframt skýrslu vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutaféð í tryggingarfélaginu TM. Þar kom fram að tilboðið fari gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans. Bankaráð Landsbankans hefur hafnað þessu. „Kaupin á TM eru í andstöðu við þá stefnu sem að við höfum viljað fylgja og skrifað út í eigendastefnunni að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Þannig að þetta gengur þvert gegn því. Ákvörðun Bankasýslunnar kemur ekki til uppáskriftar hjá mér eða ráðherra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ég get sagt svo sem að það kemur ekki að öllu leyti á óvart að Bankasýslan, eftir það sem er á undan er gengið, hafi séð ástæðu til að gera breytingar. Það minnir líka ágætlega á hvar hlutabréf eigandans eru vistuð. Þau eru vistuðu í Bankasýslunni og það skiptir máli að farið sé að eigendastefnunni. Aðspurður um hvort það komi til greina að selja Landsbankann segir Bjarni það allavega ekki verða gert í bráð. „Við erum ekkert að ræða um það. Ég sé ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili. Í eigendastefnunni er hins vegar sú langtímasýn teiknuð upp að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á Landsbankanum og ég er sammála því til lengri tíma litið. Næsta verkefni er að klára að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka og ég held að það sé nóg verkefni fyrir þetta kjörtímabil. Svo kemur næsta kjörtímabil eftir kosningar.“ Þá ætlar Bankasýsla ríkisins að funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans. Á fundinum ætlar Bankasýslan að leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Bjarni líst vel á það. „Allt sem að dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði er eitthvað sem að mér hugnast ágætlega.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgina að stjórn Bankasýslu ríkisins ætli að skipta út öllu bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans næsta föstudag. Þá birti Bankasýslan jafnframt skýrslu vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutaféð í tryggingarfélaginu TM. Þar kom fram að tilboðið fari gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans. Bankaráð Landsbankans hefur hafnað þessu. „Kaupin á TM eru í andstöðu við þá stefnu sem að við höfum viljað fylgja og skrifað út í eigendastefnunni að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Þannig að þetta gengur þvert gegn því. Ákvörðun Bankasýslunnar kemur ekki til uppáskriftar hjá mér eða ráðherra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ég get sagt svo sem að það kemur ekki að öllu leyti á óvart að Bankasýslan, eftir það sem er á undan er gengið, hafi séð ástæðu til að gera breytingar. Það minnir líka ágætlega á hvar hlutabréf eigandans eru vistuð. Þau eru vistuðu í Bankasýslunni og það skiptir máli að farið sé að eigendastefnunni. Aðspurður um hvort það komi til greina að selja Landsbankann segir Bjarni það allavega ekki verða gert í bráð. „Við erum ekkert að ræða um það. Ég sé ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili. Í eigendastefnunni er hins vegar sú langtímasýn teiknuð upp að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á Landsbankanum og ég er sammála því til lengri tíma litið. Næsta verkefni er að klára að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka og ég held að það sé nóg verkefni fyrir þetta kjörtímabil. Svo kemur næsta kjörtímabil eftir kosningar.“ Þá ætlar Bankasýsla ríkisins að funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans. Á fundinum ætlar Bankasýslan að leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Bjarni líst vel á það. „Allt sem að dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði er eitthvað sem að mér hugnast ágætlega.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira