„Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. apríl 2024 18:32 Stefán Rafn Sigurmarsson, leikmaður Hauka, í baráttunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Haukar töpuðu gegn ÍBV 31-37 og eru úr leik í úrslitakeppninni. Stefan Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. „Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
„Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira