Bætti fimm ára Íslandsmet og var sendur í lyfjapróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 08:31 Anton Sveinn McKee mætti í frábæru formi á Íslandsmeistaramótið um helgina og lítur vel út í aðdraganda Ólympíuleikanna. @antonmckee Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee sýndi að hann er í frábæru formi þegar hann tók þátt í Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi um helgina. Anton bætti fimm ára Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á föstudaginn og hann synti síðan frábært 200 metra bringusund í gær þegar hann synti aftur undir A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Anton Sveinn synti tvö hundruð metrana á 2:09,28 mín. og var þar örstutt frá Íslandsmeti sínu sem er 2:08,74 mín. Þetta frábæra 200 metra bringusund var líka besta afrek mótsins en hann fékk fyrir það Sigurðarbikarinn, Pétursbikarinn og Ásgeirsbikarinn. Anton Sveinn McKee sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var sendur í lyfjapróf í gær.@antonmckee Anton sýndi síðan frá því á samfélagsmiðlum að hann var tekinn í lyfjapróf eftir að keppni lauk á meistaramótinu í Laugardalshöllinni í gær. Anton skrifaði „Hrein íþrótt“ við færslu sína. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Sigurðar Bikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200 metra bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 fina stig. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikar fyrir 200 metra bringusund á HM í 50 metra laug 2023. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir fyrrnefnt 200 metra bringusund sem hann synti á ÍM50 2024. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund sem hún synti á HM. Sund Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
Anton bætti fimm ára Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á föstudaginn og hann synti síðan frábært 200 metra bringusund í gær þegar hann synti aftur undir A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Anton Sveinn synti tvö hundruð metrana á 2:09,28 mín. og var þar örstutt frá Íslandsmeti sínu sem er 2:08,74 mín. Þetta frábæra 200 metra bringusund var líka besta afrek mótsins en hann fékk fyrir það Sigurðarbikarinn, Pétursbikarinn og Ásgeirsbikarinn. Anton Sveinn McKee sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var sendur í lyfjapróf í gær.@antonmckee Anton sýndi síðan frá því á samfélagsmiðlum að hann var tekinn í lyfjapróf eftir að keppni lauk á meistaramótinu í Laugardalshöllinni í gær. Anton skrifaði „Hrein íþrótt“ við færslu sína. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Sigurðar Bikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200 metra bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 fina stig. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikar fyrir 200 metra bringusund á HM í 50 metra laug 2023. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir fyrrnefnt 200 metra bringusund sem hann synti á ÍM50 2024. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund sem hún synti á HM.
Sund Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira