Þórsarar voru einu stigi yfir, 90-89, og með boltann þegar rúmar tólf sekúndur voru eftir. Tíminn á skotklukkunni var þá alveg að renna út þegar Tómas Valur fékk boltann, langt fyrir utan þriggja stiga línuna, en hann fór í loftið og skoraði eins og sjá má hér að neðan.
Þó að enn væru tíu sekúndur eftir af leiknum þegar skot Tómasar fór ofan í þá reyndist þessi karfa tryggja Þór sigurinn, en lokatölur urðu 95-92.
Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1, og liðin mætast næst í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ á fimmtudaginn, en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslitin.