„Hann hefur sjokkerað allan heiminn“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 16:30 Ludvig Åberg var með bros á vör á lokahringnum á Masters-mótinu í gær. Getty/Maddie Meyer Sænska kylfingnum Ludvig Åberg hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn og þrátt fyrir að landa ekki sigri þá sló hann í gegn á sínu fyrsta risamóti, Masters-mótinu, um helgina. Åberg komst næst því að veita Scottie Scheffler keppni um sigurinn í gær en endaði á -7 höggum, fjórum höggum á eftir Bandaríkjamanninum en þremur höggum á undan þeim sem deildu þriðja sæti. Árangurinn skilar hinum 24 ára Åberg upp í 7. sæti heimslistans, og færir honum 2.160.000 Bandaríkjadali eða jafnvirði um 305 milljóna íslenskra króna, aðeins ári eftir að hann gerðist atvinnukylfingur. „Við gætum fengið risatitil hjá Åberg strax á þessu ári,“ segir landi hans, Jesper Parnevik, sem um aldamótin var á meðal fremstu kylfinga heims. „Hann er ekki bara búinn að sjokkera okkur Svía. Hann hefur sjokkerað allan heiminn með því sem hann hefur afrekað síðasta árið. Ludvig hefur sýnt okkur öllum að hann getur gert hið ómögulega svo við gætum fengið risatitil hjá honum á þessu ári,“ sagði Parnevik. Ludvig Aberg since turning pro:23 starts2 wins11 top 10sRyder Cup win2nd in the Masters on his majors debutIt s difficult for top amateurs to live up to the hype in the pro ranks but Ludvig is exceeding it. So impressive. pic.twitter.com/x7HJy2B29g— Flushing It (@flushingitgolf) April 15, 2024 „Það að vera í þessari stöðu og finna taugaspennuna og pressuna á síðustu holunum… þetta er það sem mann hefur dreymt um. Þetta er það sem ég hef alltaf viljað gera og það er ansi óraunveruleg tilfinning að fá að upplifa það. Ég er svo stoltur af sjálfum mér, teyminu mínu og fjölskyldunni,“ sagði Åberg við Aftonbladet. Sænsk hvatningaróp og fjöldi skilaboða Gríðarlegur áhugi myndaðist í Svíþjóð vegna árangurs Åberg á hans fyrsta risamóti: „Það er ótrúlega gaman að heyra. Ég hef jafnvel heyrt smá sænsku hérna á brautunum og fólk að kalla og hvetja. Svo hef ég líka fengið fullt af skilaboðum í símann í vikunni, í sama anda. Það er auðvitað ótrúlega gaman að finna allan stuðninginn að heiman og vonandi fær sænska þjóðin fleiri svona sunnudagskvöld í framtíðinni,“ sagði Åberg. Ludvig Åberg's mid-round snack is a goner. #themasters pic.twitter.com/xQOyU8gCws— Golf on CBS (@GolfonCBS) April 14, 2024 Sérfræðingar virðast á einu máli um það að Åberg geti brátt orðið allra fremsti kylfingur heims og hlutirnir hafa gerst hratt hjá honum. Åberg varð atvinnukylfingur í fyrra og náði strax á fyrsta ári að vinna sig inn í lið Evrópu í Ryder-bikarnum þar sem hann tapaði ekki leik. Þeir Viktor Hovland unnu þar líka metsigur gegn Scheffler og Brooks Koepka í fjórmenningi, 9/7. Í nóvember síðastliðnum vann Åberg svo sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, þegar hann vann RSM Classic og jafnaði met Justin Thomas með því að leika holurnar 72 á aðeins 253 höggum. Það skilaði honum í fyrsta sinn sæti á meðal 50 efstu kylfinga heimslistans, og inn á Masters-mótið. Næsta risamót Åbergs verður svo PGA-meistaramótið um miðjan maí. Golf Masters-mótið Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Åberg komst næst því að veita Scottie Scheffler keppni um sigurinn í gær en endaði á -7 höggum, fjórum höggum á eftir Bandaríkjamanninum en þremur höggum á undan þeim sem deildu þriðja sæti. Árangurinn skilar hinum 24 ára Åberg upp í 7. sæti heimslistans, og færir honum 2.160.000 Bandaríkjadali eða jafnvirði um 305 milljóna íslenskra króna, aðeins ári eftir að hann gerðist atvinnukylfingur. „Við gætum fengið risatitil hjá Åberg strax á þessu ári,“ segir landi hans, Jesper Parnevik, sem um aldamótin var á meðal fremstu kylfinga heims. „Hann er ekki bara búinn að sjokkera okkur Svía. Hann hefur sjokkerað allan heiminn með því sem hann hefur afrekað síðasta árið. Ludvig hefur sýnt okkur öllum að hann getur gert hið ómögulega svo við gætum fengið risatitil hjá honum á þessu ári,“ sagði Parnevik. Ludvig Aberg since turning pro:23 starts2 wins11 top 10sRyder Cup win2nd in the Masters on his majors debutIt s difficult for top amateurs to live up to the hype in the pro ranks but Ludvig is exceeding it. So impressive. pic.twitter.com/x7HJy2B29g— Flushing It (@flushingitgolf) April 15, 2024 „Það að vera í þessari stöðu og finna taugaspennuna og pressuna á síðustu holunum… þetta er það sem mann hefur dreymt um. Þetta er það sem ég hef alltaf viljað gera og það er ansi óraunveruleg tilfinning að fá að upplifa það. Ég er svo stoltur af sjálfum mér, teyminu mínu og fjölskyldunni,“ sagði Åberg við Aftonbladet. Sænsk hvatningaróp og fjöldi skilaboða Gríðarlegur áhugi myndaðist í Svíþjóð vegna árangurs Åberg á hans fyrsta risamóti: „Það er ótrúlega gaman að heyra. Ég hef jafnvel heyrt smá sænsku hérna á brautunum og fólk að kalla og hvetja. Svo hef ég líka fengið fullt af skilaboðum í símann í vikunni, í sama anda. Það er auðvitað ótrúlega gaman að finna allan stuðninginn að heiman og vonandi fær sænska þjóðin fleiri svona sunnudagskvöld í framtíðinni,“ sagði Åberg. Ludvig Åberg's mid-round snack is a goner. #themasters pic.twitter.com/xQOyU8gCws— Golf on CBS (@GolfonCBS) April 14, 2024 Sérfræðingar virðast á einu máli um það að Åberg geti brátt orðið allra fremsti kylfingur heims og hlutirnir hafa gerst hratt hjá honum. Åberg varð atvinnukylfingur í fyrra og náði strax á fyrsta ári að vinna sig inn í lið Evrópu í Ryder-bikarnum þar sem hann tapaði ekki leik. Þeir Viktor Hovland unnu þar líka metsigur gegn Scheffler og Brooks Koepka í fjórmenningi, 9/7. Í nóvember síðastliðnum vann Åberg svo sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, þegar hann vann RSM Classic og jafnaði met Justin Thomas með því að leika holurnar 72 á aðeins 253 höggum. Það skilaði honum í fyrsta sinn sæti á meðal 50 efstu kylfinga heimslistans, og inn á Masters-mótið. Næsta risamót Åbergs verður svo PGA-meistaramótið um miðjan maí.
Golf Masters-mótið Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira