Gervigreind býr til myndir fyrir DV Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 15:52 DV hefur notað gervigreind í myndavinnslu við fréttaskrif sín. Vísir/Vilhelm Getty/Andriy Onufriyenko DV hefur gripið til þess ráðs að láta gervigreind búa til myndir sem notaðar eru í fréttavinnslu. Björn Þorfinnsson ritstjóri segir þægilegt að geta notað þessa tækni þegar illa gengur að finna heppilegar myndir í myndabönkum. Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn. Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn.
Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira