Vill vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth Aron Guðmundsson skrifar 16. apríl 2024 08:01 Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR Vísir/Baldur Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR. Hann er stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta sögufræga félag og vill leggja lóð sitt á vogaskálarnir til að rita nýjan og glæstan kafla í Vesturbænum. Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira