Ellefu af 33 Palestínumönnum með dvalarleyfi væntanlegir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. apríl 2024 06:46 Ástandið á Gasa versnar dag frá degi og hjálparsamtök segja aðflutning matvæla ekki duga til að koma í veg fyrir hungursneyð. AP/Fatima Shbair Fimmtán einstaklingar frá Palestínu sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar hafa verið fluttir frá Kaíró í Egyptalandi til Íslands frá því að störfum sendinefndar utanríkisráðuneytisins í Kaíró lauk 8. mars sl. Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“ Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira